Veganistar svara Þorbjörgu og bjóða henni á CrossFit æfingu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Crossfit þjálfarinn og veganistinn Árni Björn Kristjánsson er ekki par sáttur við orð Þorbjargar Hafsteinsdóttur og sakar hana um fáfræði í garð veganisma. Spjallið með Góðvild/Samsett Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum. Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vegan Heilsa Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Sjá meira
Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Vegan Heilsa Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Sjá meira