„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 19:21 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum. Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27