„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2021 11:40 Páll Óskar í garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára. Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26