Sigríður er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og á að baki einstakan feril. Um síðustu jól gaf hún út vel heppnaða jólaplötu ásamt Sigurði Guðmundssyni.
Barnið er væntanlegt í heiminn í september. Ekki stendur á viðbrögðum vina og aðdáenda Sigríðar. Hamingjuóskum hreinlega rignir yfir söngkonuna vinsælu á samfélagsmiðlum.