Lífið

„Hafsjór upplýsinga um hvað ber að varast og hafa í huga við íbúðarkaup“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hugrún Halldórsdóttir hefur síðustu mánuði fylgt eftir Íslendingum í fasteignakaupum. Fyrsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld.
Hugrún Halldórsdóttir hefur síðustu mánuði fylgt eftir Íslendingum í fasteignakaupum. Fyrsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm

„Fyrsta þáttaröðin fékk einstaklega góðar viðtökur og við ákváðum því að fjölga þáttunum úr sex í átta að þessu sinni,“ segir Hugrún Halldórsdóttir þáttastjórnandi Draumaheimilisins.

Önnur þáttaröð af þáttunum Draumaheimilið fer af stað á Stöð 2 í kvöld

„Við bíðum spennt eftir að fyrsti þátturinn birtist á skjánum en þar bregður landskunnum andlitum fyrir sem og þjóðargersemi sem sannarlega kann að kitla hláturstaugarnar,“ segir Hugrún í samtali við Vísi.

„Þættirnir verða fjölbreyttari, við munum til að mynda skoða fleiri gerðir eigna og kíkja út fyrir borgarmörkin svo eitthvað sé nefnt.“

Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Kitla fyrir Draumaheimilið 2

Áhorfendur munu einnig sjá kunnuleg andlit úr fyrstu þáttaröðinni.

„Við lítum einnig inn til þátttakenda frá fyrstu seríu og sjáum hvernig þeim hefur tekist til við að aðlaga nýju eignirnar að sínum hugmyndum um draumaheilimi. Simmi Smiður er sem fyrr hafsjór upplýsinga um hvað ber að varast og hafa í huga við íbúðarkaup og heldur áfram að deila þekkingu sinni með okkur.“

Sigmundur Grétar Hermansson, betur þekktur sem Simmi smiður, er einn af sérfræðingum þáttanna Draumaheimilið. Hér fyrir neðan má sjá góða punkta frá honum úr fyrstu þáttaröð varðandi raka og leka.

Klippa: Draumaheimilið - Simmi Smiður skoðar raka og leka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×