Lífið

Einn stofn­með­lima UB40 er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Brian Travers varð 62 ára gamall.
Brian Travers varð 62 ára gamall. UB40

Saxófónleikarinn, lagasmiðurinn og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, Brian Travers, er látinn, 62 ára að aldri. Hann lést í gær af völdum krabbameins.

Travers var einn þeirra sem stofnuðu sveitina árið 1978 ásamt öðrum tónlistarmönnum frá ensku borginni Birmingham.

Sveitin hefur frá stofnun selt rúmlega 100 milljónir platna, en nafn sveitarinnar var vísun í einkennisstafi eyðublaðs fyrir fólk sem var að sækja um atvinnuleysisbætur í borginni á þeim tíma.

Meðal vinsælla laga sveitarinnar má nefna Red Red Wine og Falling In Love With You.

Travers lætur eftir sig eiginkonuna Lesley, dótturina Lisu og soninn Jamie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.