Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira