Austfirðingar virðast hafa notið góðs af blíðunni, ef svo mætti að orði komast, en þeir eru mun brúnni en íbúar suðvesturhornsins. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, komst að þessari niðurstöðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann hitti fyrir heltanaða Austfirðinga.
