Tvö tveggja manna lið keppa í hverjum þætti af Galið. Það lið sem vinnur heldur áfram að keppa við næsta lið og svo framvegis. Í fyrsta þætti höfðu tónlistarmaðurinn Ízleifur og umboðsmaðurinn Logi Snær betur á móti tónlistarmanninum Króla og fótbolta- og tónlistarmanninum Loga Tómassyni, eða Luigi. Króli er harður FIFA spilari og bjuggust framleiðendur við að hann myndi ná langt í keppninni.
Í síðasta þætti voru það síðan tónlistarmennirnir Bjarki Ómarsson, eða Bomarz, og Victor Guðmundsson, eða Doctor Victor, sem höfðu betur gegn tónlistarmanninum Tómasi Welding og fótboltamanninum Birki Snæ Sigurðssyni.
Nú er komið að Kristali Mána Ingasyni og Adam Ægi Pálssyni, fótboltamönnum úr Víkingi, að spreyta sig á móti Ívari Erni Jónssyni, fótboltamanni úr HK, og Hálfdáni Árnasyni bassaleikara. Kristall og Adam völdu sér Liverpool og Ívar og Hálfdán Barcelona.
Framleiðslufyrirtækið AlbummTV og vefmiðillinn Albumm.is framleiða þessa nýju leikjaþætti í samstarfi við SnorriBros, Vísi og Stöð 2 Esport. Þættirnir voru teknir upp á veitingastaðnum Le Kock í Hafnarstræti.
Þættirnir eru sjö talsins og koma út á fimmtudögum. Meðal fleiri keppenda næstu vikur má nefna landsliðsmanninn og Valsarann Birkir Má Sævarsson og fyrirliða meistaraflokk Breiðabliks Höskuld Gunnlaugsson.
![](https://www.visir.is/i/A698238C412BE629971AC7D86FBA092655E99DB0AC058010A9009527975CC654_713x0.jpg)