Dagurinn byrjar klukkan 10:00 þegar að beina útsending hefst frá drættinum í riðla Evrópudeildar UEFA á Stöð 2 Sport 2.
Einum og hálfum tíma síðar, eða klukkan 11:30, verður svo sýnt beint frá drættinum í riðla Sambandsdeildar Evrópu, einnig á Stöð 2 Sport 2.
Omega European Masters er á dagskrá Stöð 2 Golf klukkan 11:30, en Englendingurin James Morrisson er í forystu eftir einn hring á tíu höggum undir pari.
BMW Championship lokar svo deginum klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf, en þar eru það þeir Sam Burns og Jon Rahm sem leiða eftir fyrsta hring. Báðir léku þeir á átta höggum undir pari í gær.