Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 12:46 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sjá meira
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59