Þýsku ljónin tóku frumkvæðið snemma leiks, og um miðjan fyrri hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu Ýmir og félagar skorað 18 mörk gegn aðeins níu mörkum gestanna og munurinn því níu mörk þegar gengið var til búningsherbergja.
Ýmir og félagar héldu áfram að þjarma að tyrkneska liðinu í seinni hálfleik og náðu mest tuttugu marka forystu. Lokatölur 38-22 í sannkölluðum stórsigri ljónanna.
Ekki var sömu sögu að segja um Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga hans í danska liðinu GOG. Þeir heimsóttu slóvenska liðinu Celje og þar var staðan í hálfleik 16-12, heimamönnum í vil.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, en heimamenn voru þó sterkari og hleyptu gestunum frá Danmörku aldrei of nálægt sér. Viktor Gísli og félagar þurftu því að sætta sig við fjögurra marka tap, 33-29.