Bibba á Brávallagötunni enn lukkuleg á Flórída Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 16:31 Edda Björgvinsdóttir á marga eftirminnilega karaktera, þar á meðal er Bibba á Brávallagötunni sem varð til á Bylgjunni. Bylgjan Edda Björgvins kíkti í afmælisútsendinguna í tilefni af 35 ára afmæli Bylgjunnar. Hún rifjaði þar upp hina ógleymanlegu Bibbu á Brávallagötunni sem varð vinsæl í árdaga Bylgjunnar. Heimir Karlsson og Vala Eiríks sáu um þáttastjórn þegar Edda kom í heimsókn og byrjuðu á að spila klippuna af því þegar Bibba fékk gefins kindakjöt. „Þetta byrjaði með því að Palli Þorsteins útvarpsstjóri niðri á Snorrabraut bað okkur Júlla og Randver að gera örleikrit, einhverja sápu.“ Edda segir að í kjölfarið hafi þau skapað karaktera fyrir litla sápuóperu. „Við setjumst niður og búum til þessi hjón Bibbu og Halldór og svo er það bróðir hennar Deddi. Þau búa semsagt á Brávallagötunni.“ Bretti upp axlirnar Deddi var óheiðarlegur og reglulega að sitja eitthvað af sér svo Bibba þarf stöðugt að vera að verja hann. Þetta þróast þannig að Deddi fer í fangelsi og svo dettur Halldór líka út. „Þá er Bibba bara ein og hringir hér inn og þá var hún flutt til Flórída og skilin við Halldór. Svo þróast þetta út í að nota vitlaus orðatiltæki. Hún var að bretta upp axlirnar og skíta í lófana og þetta allt saman,“ segir Edda og hlær. „Gísli Rúnar minn hefur alltaf verið svona ghost writer með mér í öllu eins og ég með honum svolítið, við höfum gert svo mikið saman. Okkur fannst einhvern veginn fyndnast af öllu þegar fólki rann kalt vatn milli bols og höfuðs og var svo slæmt í eggjabökkunum, hallaði sér að hurðarkömrunum. Okkur fannst þetta ógendanlega fyndið. Tillögurnar hans voru oft bull og vitleysa og þetta þróaðist út í að það var oft ótrúlega erfitt að semja fyrir Bibbu.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bylgjan Grín og gaman Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Heimir Karlsson og Vala Eiríks sáu um þáttastjórn þegar Edda kom í heimsókn og byrjuðu á að spila klippuna af því þegar Bibba fékk gefins kindakjöt. „Þetta byrjaði með því að Palli Þorsteins útvarpsstjóri niðri á Snorrabraut bað okkur Júlla og Randver að gera örleikrit, einhverja sápu.“ Edda segir að í kjölfarið hafi þau skapað karaktera fyrir litla sápuóperu. „Við setjumst niður og búum til þessi hjón Bibbu og Halldór og svo er það bróðir hennar Deddi. Þau búa semsagt á Brávallagötunni.“ Bretti upp axlirnar Deddi var óheiðarlegur og reglulega að sitja eitthvað af sér svo Bibba þarf stöðugt að vera að verja hann. Þetta þróast þannig að Deddi fer í fangelsi og svo dettur Halldór líka út. „Þá er Bibba bara ein og hringir hér inn og þá var hún flutt til Flórída og skilin við Halldór. Svo þróast þetta út í að nota vitlaus orðatiltæki. Hún var að bretta upp axlirnar og skíta í lófana og þetta allt saman,“ segir Edda og hlær. „Gísli Rúnar minn hefur alltaf verið svona ghost writer með mér í öllu eins og ég með honum svolítið, við höfum gert svo mikið saman. Okkur fannst einhvern veginn fyndnast af öllu þegar fólki rann kalt vatn milli bols og höfuðs og var svo slæmt í eggjabökkunum, hallaði sér að hurðarkömrunum. Okkur fannst þetta ógendanlega fyndið. Tillögurnar hans voru oft bull og vitleysa og þetta þróaðist út í að það var oft ótrúlega erfitt að semja fyrir Bibbu.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bylgjan Grín og gaman Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira