Þar er um að ræða lista miðilsins PCGamesN en á honum má finna aðra leiki eins og Civilization VI, Alpha Centauri, Stellaris og Shadow Empire.
Í umfjöllun PCGamesN segir að spilun Starborne feli í sér töluverða skuldbindingu en hann sé mjög góður herkænskuleikur.
Starborne: Sovereign Space er í opnum beta-prufum. Í tilkynningu frá Solid Clouds segir að hann hafi notið mikilla vinsælda og yfir fjögur hundruð þúsund spilarar hafi tekið þátt í prufunum hingað til.
„Ljóst er að þessi útnefning er gríðarlegt afrek á slíkum samkeppnismarkaði og gefur Solid Clouds byr undir báða vængi,“ segir í tilkynningunni.
Starborne: Sovereign Space snýst um að byggja upp geim-veldi á stærðarinnar korti þar sem mikill fjöldi spilarar berjast um yfirráð yfir langt tímabil.
Nýr leikur á leiðinni
Solid Clouds opinberaði í sumar framleiðslu annars leikjar í heimi Starborne, sem heitir Starborne: Frontiers. Starborne: Frontiers er sagður aðgengilegur jafnt fyrir fólk sem vill spila einsamalt eða með öðrum í tilkynningu frá Solid Clouds.
Sjá einnig: Birtu kitlu úr nýjum Starborne-leik Solid Clouds
Þar setja spilarar sig í spor flotaforingja og byggja þeir upp flota sína og berjast við aðra.