Sport

Fór með sigur af hólmi þrátt fyrir að halda að hún væri handar­brotin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aryna Sabalenka er komin áfram í 3. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis.
Aryna Sabalenka er komin áfram í 3. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Matthew Stockman/Getty Images

Aryna Sabalenka er komin í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Tamöru Zidansek. Sabalenka hélt að hún hefði handarbrotnað í fyrsta setti leiksins en komst í gegnum sársaukann og fór áfram.

Sabalenka féll illa í fyrsta setti og þurfti að kæli bæði hendi og úlnlið í hvert skipti sem tími gafst á meðan leiknum stóð. Henni tókst þó að landa sigri í leik sem entist rúma klukkustund. Sabalenka vann fyrra settið 6-3 og það seinna 6-1. 

Hún mætir Danielle Collins í þriðju umferð mótsins.

„Ég var mjög stressuð um að ég hefði brotið hana, þetta var mjög sársaukafullt. Hún varð stærri og stærri ásamt því að marið á fingrunum varð dekkra með hverri mínútunni,“ sagði Sabalenka um hendina að leik loknum.

„Er mjög ánægð með að ná að klára leikinn. Fæ auka dag til að jafna mig og sjá hvað er í gangi, vonandi næ ég að hvíla mig vel,“ bætti hún við að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×