Oddvitaáskorunin: Hitti mömmu sína fyrst átta ára gamall Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2021 21:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Tómas A. Tómasson leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. „Ég heiti Tómas Andrés Tómasson fæddur 1949 og hefi verið starfandi í veitingahúsa og hótel geiranum síðan í september1967. Ég er fjögurra barna faðir og á börn á aldrinum 14-53. Tvo stráka og tvær stelpur. Síðan 1981 hefi ég verið sjálfstætt starfandi veitingamaður sem hófst með því að ég opnaði Tomma hamborgara á grensásvegi 7 Reykjavík.“ „Í kjölfarið hef ég opnað og rekið í lengri og skemmri tíma hina ýmsu veitingastaði m.a. Hard Rock Cafe, Amma Lú, Kaffibrennslan og Sprengisandur. Á árunum frá 1992 til 2002 átti ég Hótel Borg sem ég keypti af Reykjavíkur borg og gerði upp eftir áralanga niðurníðslu. Núna síðastliðin 17 ár hefi ég staðið fyrir og rekið hamborgarabúllu Tómasar sem í dag hefur átta mismundandi útibú á Íslandi auk þriggja í Englandi, þriggja í Berlín og tveggja Kaupmannahöfn. Þetta eru staðir sem ýmist eru í okkar eigu eða reknar með nafnleigusamningum (franchise). Sonur minn Ingvi Týr Tómasson á orðið meirihluta í því fyrirtæki og er ég orðinn meira upp á punt. Þess vegna hef ég tíma til að snúa mér að stjórnmálum. Hagur eldri borgara og að allir geti og megi vinna án skerðingar skiptir mig miklu máli. Hækka frítekjumarkið, leiðrétta lífeyrisjóðakerfið þannig að allur uppsafnaður lífeyrissparnaður með vöxtum og verðbólgubótum erfist. Ég vill berjast fyrir því að námsfólk geti og megi vinna ótakmakað með námi án þess að það skerði námslánin. Tryggja öldruðum búsetuöryggi og útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Fólkið fyrst svo allt hitt.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Tómas A. Tómasson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hvað færðu þér í bragðaref? Sælgætið m&m. Uppáhalds bók? Hugsanir hafa vængi eftir Konráð Adolphsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Mining disaster New York 1941 með Bee Gees. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Leysa Suduko þrautir. Hvað tekur þú í bekk? 105 kg á mínum bezta degi annars milli 90 og 95 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bursta bæði fyrir og eftir aldrei nógu oft. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Steikja hamborgara. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvað ertu eiginlega að pæla félagi þú yrðir miklu vinsællli ef þú slakaðir á höftunum. Uppáhalds tónlistarmaður? Bono. Besti fimmaurabrandarinn? Það var einu sinni dvergur og pabbi hans var skoti. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég sá mömmu mína í fyrsta skipti 8 ára gamall hún bjó í New Jersey USA en ég á Íslandi. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Winston Churchill. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn. Besta frí sem þú hefur farið í? Verzlunarmannahelgin í Þórsmörk 1965, hljómsveitin Sóló spilaði Himnarnir opnuðust. Uppáhalds þynnkumatur? Verð að sleppa þessari, hef ekki drukkið síðan í júní 1980. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei, svona er lífið. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Veit ekkert um hvað þetta snýst. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Hanga á Hressó og drekka kaffi sem kostaði sjö krónur bollinn. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Flokkur fólksins Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Tómas A. Tómasson leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. „Ég heiti Tómas Andrés Tómasson fæddur 1949 og hefi verið starfandi í veitingahúsa og hótel geiranum síðan í september1967. Ég er fjögurra barna faðir og á börn á aldrinum 14-53. Tvo stráka og tvær stelpur. Síðan 1981 hefi ég verið sjálfstætt starfandi veitingamaður sem hófst með því að ég opnaði Tomma hamborgara á grensásvegi 7 Reykjavík.“ „Í kjölfarið hef ég opnað og rekið í lengri og skemmri tíma hina ýmsu veitingastaði m.a. Hard Rock Cafe, Amma Lú, Kaffibrennslan og Sprengisandur. Á árunum frá 1992 til 2002 átti ég Hótel Borg sem ég keypti af Reykjavíkur borg og gerði upp eftir áralanga niðurníðslu. Núna síðastliðin 17 ár hefi ég staðið fyrir og rekið hamborgarabúllu Tómasar sem í dag hefur átta mismundandi útibú á Íslandi auk þriggja í Englandi, þriggja í Berlín og tveggja Kaupmannahöfn. Þetta eru staðir sem ýmist eru í okkar eigu eða reknar með nafnleigusamningum (franchise). Sonur minn Ingvi Týr Tómasson á orðið meirihluta í því fyrirtæki og er ég orðinn meira upp á punt. Þess vegna hef ég tíma til að snúa mér að stjórnmálum. Hagur eldri borgara og að allir geti og megi vinna án skerðingar skiptir mig miklu máli. Hækka frítekjumarkið, leiðrétta lífeyrisjóðakerfið þannig að allur uppsafnaður lífeyrissparnaður með vöxtum og verðbólgubótum erfist. Ég vill berjast fyrir því að námsfólk geti og megi vinna ótakmakað með námi án þess að það skerði námslánin. Tryggja öldruðum búsetuöryggi og útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Fólkið fyrst svo allt hitt.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Tómas A. Tómasson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hvað færðu þér í bragðaref? Sælgætið m&m. Uppáhalds bók? Hugsanir hafa vængi eftir Konráð Adolphsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Mining disaster New York 1941 með Bee Gees. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Leysa Suduko þrautir. Hvað tekur þú í bekk? 105 kg á mínum bezta degi annars milli 90 og 95 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bursta bæði fyrir og eftir aldrei nógu oft. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Steikja hamborgara. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvað ertu eiginlega að pæla félagi þú yrðir miklu vinsællli ef þú slakaðir á höftunum. Uppáhalds tónlistarmaður? Bono. Besti fimmaurabrandarinn? Það var einu sinni dvergur og pabbi hans var skoti. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég sá mömmu mína í fyrsta skipti 8 ára gamall hún bjó í New Jersey USA en ég á Íslandi. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Winston Churchill. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn. Besta frí sem þú hefur farið í? Verzlunarmannahelgin í Þórsmörk 1965, hljómsveitin Sóló spilaði Himnarnir opnuðust. Uppáhalds þynnkumatur? Verð að sleppa þessari, hef ekki drukkið síðan í júní 1980. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei, svona er lífið. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Veit ekkert um hvað þetta snýst. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Hanga á Hressó og drekka kaffi sem kostaði sjö krónur bollinn.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Flokkur fólksins Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira