Parið endaði á að kaupa við Marbakkabraut í Kópavogi. Hugrún Halldórs kíkti í heimsókn til þess að kanna hvernig þau eru búin að koma sér fyrir.
„Við máluðum allt nema stigaganginn, það er svolítið hátt til lofts,“ segir Oddný. „Ég sá fyrir mér stórslys meðal annars,“ segir þá Almar.
Parið er ekki komið með heita pottinn sem þau ætluðu að setja í garðinn en hafa þó gert ýmsar aðrar breytingar. Innlitið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.