Í norsku útgáfunni af þáttunum Allir get, Skal vi danse?, keppir nú samkynja par sem ekki hefur verið áður gert í þessum sjónvarpsþáttum.
„Það er búið að vera í bransanum í nokkur ár að það eru keppnir þar sem karlmenn dansa saman og keppnir það eru líka keppnir þar sem konur dansa saman,“ sagði Jóhann í Bítinu á Bylgjunni í dag.

„Þetta er svolítið í Ameríku og ég hef séð myndir af þessu í Evrópu líka. Það er haldið heimsmeistaramót þar sem eru bara karlmenn eða bara konur. Þetta er því ekkert óvenjulegt fyrir þá sem hafa lifað og hrærst í dansi.“
Dans er dans
Jóhann segir að í gegnum tíðina hafi verið oft meira af stúlkum en drengjum í dansheiminum og því hafi stelpur dansað og keppt saman.
„Ég vona það,“ svarar Jóhann aðspurður hvort að það verði gerðar fleiri þáttaraðir af Allir geta dansað á Stöð 2.
„Þetta er svo mikil gleðisprengja og þjóðin hefði svo gott af því að fá gleði og glimmer og ljós og skraut inn í lífið. Það eru allir orðnir svo þunglyndir á öllum þessum leiðindamálum sem hafa verið að skekja samfélagið og Covidinu.“
Hann segir að þau séu opin fyrir því að fólk dansi við einstakling af sama kyni í Allir geta dansað, sé þess óskað.
„Frá minni hálfu skiptir það engu máli. Dans er dans og í mínum huga skiptir það ekki öllu máli.“
Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.