Skólalokanir auka ójöfnuð í Suður-Asíu að mati UNICEF Heimsljós 9. september 2021 13:35 Mashaal skólinn í Pakistan. UNICEF Lokanir á skólum hafa raskað námi 434 milljóna barna í Suður-Asíu. Lokanir á skólum vegna heimsfaraldurs COVID-19 hafa skapað gríðarlega misskiptingu og ójöfnuð í námstækifærum barna í Suður-Asíu. Aðgerðir stjórnvalda til að auka fjarkennslu hafa borið takmarkaðan árangur. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á stöðu náms á Indlandi, í Pakistan, á Srí Lanka og Maldíveyjum. Lokanir á skólum hafa raskað námi 434 milljóna barna í heimshlutanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar UNICEF telur verulegur hluti nemenda og foreldra þeirra að börnin séu að læra mun minna en fyrir heimsfaraldurinn. Um 80 prósent barna á aldrinum 14-18 ára á Indlandi upplifa að þau séu að læra minna en þegar þau voru í skólastofum í eigin persónu. Á Srí Lanka segja 69 prósent foreldra að grunnskólabörn þeirra séu að læra minna eða umtalsvert minna en áður. Stúlkur, börn frá fátækum heimilum og fötluð börn eiga erfitt með fjarkennslufyrirkomulagið í þessum löndum. Rannsóknin sýndi einnig að regluleg samskipti nemenda og kennara hefði mjög jákvæð áhrif á gæði náms, sérstaklega hjá yngri börnum. Hins vegar sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að flestir nemendur höfðu lítil sem engin samskipti átt við kennara sína eftir að skólum var lokað. Í einkagrunnskólum á Srí Lanka sögðust 52 prósent kennara hafa verið í samskiptum við nemendur sína fimm daga vikunnar, en þetta hlutfall fór niður í 8 prósent hjá kennurum í opinbera skólakerfinu. „Það verður að vera forgangsatriði hjá öllum stjórnvöldum að opna skólana aftur á öruggan hátt. Það þarf að fjárfesta í menntun og tryggja að kennarar og skóli geti aðlagað sig öllum aðstæðum. Því betur sem kennarar eru þjálfaðir, útbúnir og njóta stuðnings í fjarkennslu eða blandaðri kennslu, því betur munu þeir geta náð til allra nemenda sinna,“ er haft eftir George Laryea-Adjei, svæðisstjóra UNICEF í Suður-Asíu, í frétt á vef UNICEF. Lokanir skóla í Suður-Asíu hafa aukið enn á áður slæmt ástand í menntamálum þar. Fyrir heimsfaraldurinn gátu nærri 60 prósent barna í heimshlutanum ekki lesið eða skilið einfaldan texta fyrir tíu ára aldur. Þar að auki voru 12,5 milljónir barna á grunnskólaaldri og 16,5 milljónir barna á unglingastigi ekki í skóla. UNICEF kallar meðal annars eftir því við stjórnvöld um allan heim að öruggar skólaopnanir séu forgangsatriði í öllum sóttvarnaraðgerðum og að bólusetning kennara verði sett í forgang. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Indland Pakistan Srí Lanka Maldíveyjar Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent
Lokanir á skólum vegna heimsfaraldurs COVID-19 hafa skapað gríðarlega misskiptingu og ójöfnuð í námstækifærum barna í Suður-Asíu. Aðgerðir stjórnvalda til að auka fjarkennslu hafa borið takmarkaðan árangur. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á stöðu náms á Indlandi, í Pakistan, á Srí Lanka og Maldíveyjum. Lokanir á skólum hafa raskað námi 434 milljóna barna í heimshlutanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar UNICEF telur verulegur hluti nemenda og foreldra þeirra að börnin séu að læra mun minna en fyrir heimsfaraldurinn. Um 80 prósent barna á aldrinum 14-18 ára á Indlandi upplifa að þau séu að læra minna en þegar þau voru í skólastofum í eigin persónu. Á Srí Lanka segja 69 prósent foreldra að grunnskólabörn þeirra séu að læra minna eða umtalsvert minna en áður. Stúlkur, börn frá fátækum heimilum og fötluð börn eiga erfitt með fjarkennslufyrirkomulagið í þessum löndum. Rannsóknin sýndi einnig að regluleg samskipti nemenda og kennara hefði mjög jákvæð áhrif á gæði náms, sérstaklega hjá yngri börnum. Hins vegar sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að flestir nemendur höfðu lítil sem engin samskipti átt við kennara sína eftir að skólum var lokað. Í einkagrunnskólum á Srí Lanka sögðust 52 prósent kennara hafa verið í samskiptum við nemendur sína fimm daga vikunnar, en þetta hlutfall fór niður í 8 prósent hjá kennurum í opinbera skólakerfinu. „Það verður að vera forgangsatriði hjá öllum stjórnvöldum að opna skólana aftur á öruggan hátt. Það þarf að fjárfesta í menntun og tryggja að kennarar og skóli geti aðlagað sig öllum aðstæðum. Því betur sem kennarar eru þjálfaðir, útbúnir og njóta stuðnings í fjarkennslu eða blandaðri kennslu, því betur munu þeir geta náð til allra nemenda sinna,“ er haft eftir George Laryea-Adjei, svæðisstjóra UNICEF í Suður-Asíu, í frétt á vef UNICEF. Lokanir skóla í Suður-Asíu hafa aukið enn á áður slæmt ástand í menntamálum þar. Fyrir heimsfaraldurinn gátu nærri 60 prósent barna í heimshlutanum ekki lesið eða skilið einfaldan texta fyrir tíu ára aldur. Þar að auki voru 12,5 milljónir barna á grunnskólaaldri og 16,5 milljónir barna á unglingastigi ekki í skóla. UNICEF kallar meðal annars eftir því við stjórnvöld um allan heim að öruggar skólaopnanir séu forgangsatriði í öllum sóttvarnaraðgerðum og að bólusetning kennara verði sett í forgang. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Indland Pakistan Srí Lanka Maldíveyjar Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent