Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 10:14 Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Helga Valfells og Hekla Arnardóttir, meðeigendur hjá Crowberry Capital. Aðsend Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. Að sögn Crowberry Capital mun sjóðurinn fjárfesta í norrænum tækni sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum fjármögnunar og vera með starfsstöðvar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Mun Crowberry II meðal annars leggja áherslu á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru leidd af konum. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðeigandi hjá Crowberry Capital, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að stjórnendur sjóðsins sjái vannýtt tækifæri á Norðurlöndunum þar sem einungis lítill hluti fjármögnunar fari til kvenna. Mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja Fram kemur í tilkynningu frá Crowberry Capital að Evrópski fjárfestingasjóðurinn (EIF) hafi leitt fjármögnun sjóðsins. Aðrir fjárfestar séu íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, þar á meðal Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies. Evrópski fjárfestingasjóðurinn er í eigu nokkurra evrópskra banka og er stærsti fagfjárfestir vísisjóða í Evrópu. Crowberry II hefur tíu ára líftíma og verður tekið á móti frekari áskriftarloforðum fagfjárfesta á fyrsta starfsári, að sögn stofnenda. „Aðkoma EIF er staðfesting á því að hér á landi eru mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja um leið og að staðfesta að þau vinnubrögð sem hafa verið þróuð hér við fjárfestingar séu eins og best gerist í Evrópu. Þessi beina erlenda fjárfesting mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu tæknifyrirtækja og sköpun þekkingarstarfa á Íslandi til næstu 10 ára,” segir í tilkynningu. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03 Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29 Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Að sögn Crowberry Capital mun sjóðurinn fjárfesta í norrænum tækni sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum fjármögnunar og vera með starfsstöðvar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Mun Crowberry II meðal annars leggja áherslu á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru leidd af konum. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðeigandi hjá Crowberry Capital, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að stjórnendur sjóðsins sjái vannýtt tækifæri á Norðurlöndunum þar sem einungis lítill hluti fjármögnunar fari til kvenna. Mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja Fram kemur í tilkynningu frá Crowberry Capital að Evrópski fjárfestingasjóðurinn (EIF) hafi leitt fjármögnun sjóðsins. Aðrir fjárfestar séu íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, þar á meðal Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies. Evrópski fjárfestingasjóðurinn er í eigu nokkurra evrópskra banka og er stærsti fagfjárfestir vísisjóða í Evrópu. Crowberry II hefur tíu ára líftíma og verður tekið á móti frekari áskriftarloforðum fagfjárfesta á fyrsta starfsári, að sögn stofnenda. „Aðkoma EIF er staðfesting á því að hér á landi eru mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja um leið og að staðfesta að þau vinnubrögð sem hafa verið þróuð hér við fjárfestingar séu eins og best gerist í Evrópu. Þessi beina erlenda fjárfesting mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu tæknifyrirtækja og sköpun þekkingarstarfa á Íslandi til næstu 10 ára,” segir í tilkynningu.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03 Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29 Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03
Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29
Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44