Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 10:14 Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Helga Valfells og Hekla Arnardóttir, meðeigendur hjá Crowberry Capital. Aðsend Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. Að sögn Crowberry Capital mun sjóðurinn fjárfesta í norrænum tækni sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum fjármögnunar og vera með starfsstöðvar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Mun Crowberry II meðal annars leggja áherslu á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru leidd af konum. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðeigandi hjá Crowberry Capital, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að stjórnendur sjóðsins sjái vannýtt tækifæri á Norðurlöndunum þar sem einungis lítill hluti fjármögnunar fari til kvenna. Mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja Fram kemur í tilkynningu frá Crowberry Capital að Evrópski fjárfestingasjóðurinn (EIF) hafi leitt fjármögnun sjóðsins. Aðrir fjárfestar séu íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, þar á meðal Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies. Evrópski fjárfestingasjóðurinn er í eigu nokkurra evrópskra banka og er stærsti fagfjárfestir vísisjóða í Evrópu. Crowberry II hefur tíu ára líftíma og verður tekið á móti frekari áskriftarloforðum fagfjárfesta á fyrsta starfsári, að sögn stofnenda. „Aðkoma EIF er staðfesting á því að hér á landi eru mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja um leið og að staðfesta að þau vinnubrögð sem hafa verið þróuð hér við fjárfestingar séu eins og best gerist í Evrópu. Þessi beina erlenda fjárfesting mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu tæknifyrirtækja og sköpun þekkingarstarfa á Íslandi til næstu 10 ára,” segir í tilkynningu. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03 Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29 Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Að sögn Crowberry Capital mun sjóðurinn fjárfesta í norrænum tækni sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum fjármögnunar og vera með starfsstöðvar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Mun Crowberry II meðal annars leggja áherslu á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru leidd af konum. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðeigandi hjá Crowberry Capital, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að stjórnendur sjóðsins sjái vannýtt tækifæri á Norðurlöndunum þar sem einungis lítill hluti fjármögnunar fari til kvenna. Mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja Fram kemur í tilkynningu frá Crowberry Capital að Evrópski fjárfestingasjóðurinn (EIF) hafi leitt fjármögnun sjóðsins. Aðrir fjárfestar séu íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, þar á meðal Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies. Evrópski fjárfestingasjóðurinn er í eigu nokkurra evrópskra banka og er stærsti fagfjárfestir vísisjóða í Evrópu. Crowberry II hefur tíu ára líftíma og verður tekið á móti frekari áskriftarloforðum fagfjárfesta á fyrsta starfsári, að sögn stofnenda. „Aðkoma EIF er staðfesting á því að hér á landi eru mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja um leið og að staðfesta að þau vinnubrögð sem hafa verið þróuð hér við fjárfestingar séu eins og best gerist í Evrópu. Þessi beina erlenda fjárfesting mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu tæknifyrirtækja og sköpun þekkingarstarfa á Íslandi til næstu 10 ára,” segir í tilkynningu.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03 Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29 Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03
Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29
Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44