Í viðtalshluta þáttanna áttu strákarnir allir erfitt með halda aftur tárunum, enda búnir að fara í gegnum ýmislegt síðustu mánuði.
Í brotinu hér fyrir neðan má heyra Binna tala um þyngdaraukninguna, en hann á erfitt með að vera búinn að þyngjast aftur eftir að tökum lauk á annarri þáttaröðinni. Binni er fluttur aftur til Reykjavíkur og býr nú einn í miðbænum.
„En ég get samt ekki verið nakinn strax af því að ég er ekki með gardínur,“ segir Binni meðal annars í þættinum.
Patrekur er byrjaður að búa með unnusta sínum, sem var að eignast barn.
„Ástæðan fyrir því að ég fæ mjög mikinn kvíða þegar við byrjum í tökum, er að mér finnst skrítið eftir seríu tvö því hún fékk svo ógeðslega mikla athygli, að ég sé að hleypa fólki svona mikið inn í líf mitt og leyfa öllum að dæma allt sem ég geri.“
Bassi heldur áfram að vinna í tónlistarferlinum en viðurkennir að það hafi verið erfitt að berskjalda sig í Ísland í dag. Fyrr á árinu opnaði hann sig um að missa föður sinn eftir stutta baráttu við krabbamein.