Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 13:14 Vinnumálastofnun hefur birt tölur fyrir ágústmánuð. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst en mældist 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði. Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021. Atvinnulausir voru alls 11.499 í lok ágúst, 6.158 karlar og 5.341 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 frá júlílokum og atvinnulausum konum um 634. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að áfram muni draga úr atvinnuleysi í september og það verði á bilinu 5,1% til 5,4%. Þó megi gera ráð fyrir að 200 til 300 einstaklingar komi aftur inn á atvinnuleysisskrá í september þegar ráðningarstyrk lýkur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu á miðvikudag að vinnuátakið Hefjum störf hafi gengið vonum framar. Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið og stefnir atvinnuleysi hratt niður á við. Vinnumálastofnun Áfram hæst hlutfall á Suðurnesjum Af þeim 1.038 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í ágúst fóru um 500 á ráðningarstyrk. Þá bættust við rúmlega þúsund nýir atvinnuleitendur í ágúst. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,7% og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næst mest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,7% frá því í júlí. Alls höfðu 5.083 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok ágúst og fækkaði um 278 frá júlí. Þeir voru 3.051 í ágústlok 2020, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. 12,8 prósent atvinnuleysi hjá erlendum ríkisborgurum Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði þeim um 440 frá júlí. Í ágúst 2020 var fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara 7.173 og hefur fækkað um 2.681 frá þeim tíma. Mesta hlutfallslega fækkun atvinnulausra frá júlí var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara. Þessi fjöldi samsvarar um 12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 39% í ágúst. Atvinnulausum fækkaði í nær öllum atvinnugreinum í ágúst frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 11% til 13% og í menningartengdri starfsemi um 12% milli mánaða. Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01 Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34 Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021. Atvinnulausir voru alls 11.499 í lok ágúst, 6.158 karlar og 5.341 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 frá júlílokum og atvinnulausum konum um 634. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að áfram muni draga úr atvinnuleysi í september og það verði á bilinu 5,1% til 5,4%. Þó megi gera ráð fyrir að 200 til 300 einstaklingar komi aftur inn á atvinnuleysisskrá í september þegar ráðningarstyrk lýkur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu á miðvikudag að vinnuátakið Hefjum störf hafi gengið vonum framar. Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið og stefnir atvinnuleysi hratt niður á við. Vinnumálastofnun Áfram hæst hlutfall á Suðurnesjum Af þeim 1.038 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í ágúst fóru um 500 á ráðningarstyrk. Þá bættust við rúmlega þúsund nýir atvinnuleitendur í ágúst. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,7% og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næst mest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,7% frá því í júlí. Alls höfðu 5.083 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok ágúst og fækkaði um 278 frá júlí. Þeir voru 3.051 í ágústlok 2020, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. 12,8 prósent atvinnuleysi hjá erlendum ríkisborgurum Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði þeim um 440 frá júlí. Í ágúst 2020 var fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara 7.173 og hefur fækkað um 2.681 frá þeim tíma. Mesta hlutfallslega fækkun atvinnulausra frá júlí var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara. Þessi fjöldi samsvarar um 12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 39% í ágúst. Atvinnulausum fækkaði í nær öllum atvinnugreinum í ágúst frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 11% til 13% og í menningartengdri starfsemi um 12% milli mánaða.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01 Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34 Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01
Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46