Oddvitaáskorunin: Þegar afsökunin um sprungna dekkið hafði verið notuð of oft sprakk á varadekkinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 15:02 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann hefur starfað innan stjórnsýslunnar um áratuga skeið, lengst af sem sýslumaður í Vestmannaeyjum og síðast sem skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Karl Gauti hefur, sem þingmaður, lagt mikla áherslu á lögreglumálefni og hefur vakið athygli á uppgangi skipulagðra glæpahópa og vill að ráðamenn fylgi ábendingum lögreglunnar í þeim efnum. Karl Gauti situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og hefur lagt fram mál sem snúa að umhverfismálum, eins og tillögu um aukna skógrækt til kolefnisbindingar og byggingu hátækni sorpbrennslustöðvar. Þá hefur Karl Gauti látið sig málefni drengja varða og bent á hversu erfitt þeir eiga uppdráttar í skólakerfinu. Klippa: Oddvitaáskorun - Karl Gauti Hjaltason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mjög margir fallegir staðir á Íslandi, en ef þarf að gera upp á milli þá vel ég Vestmannaeyjar. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei nokkurn tíma bragðaref, bara ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fjölmargar bækur eru í uppáhaldi en Sjálfstætt fólk e. nóbelsskáldið og Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun eru ofarlega. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Paradise by the dasboard light með Meat Loaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las töluvert meira en endranær. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki núna, en tók eitt sinn fyrir margt löngu 104 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, reyndar. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Moka. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Þú ert með sömu klippingu og vinur minn uppi á Íslandi, af hverju ertu að apa eftir honum?” Uppáhalds tónlistarmaður? Frankie Valli. Besti fimmaurabrandarinn? Græna hliðin upp! Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég eignaðist litla systur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Dái marga gengna pólitíkusa, svo sem Winston Churchill, sem var réttur maður á réttum tíma fyrir þjóð sína, en hefði líklega ekki orðið hetja á öðrum tímum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Engin aðdáandi Eurovision, en líklega Nina. Besta frí sem þú hefur farið í? Tveggja daga sólarlandaferð til Mílanó. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Vandamálið og reyndar kosturinn við brandara er að maður vill gleyma þeim og þess vegna eru þeir svo góðir til endurvinnslu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar skröksagan vegna fjarveru úr skólanum um sprungna dekkið hafði verið notuð fimm sinnum, þá var gripið til þess ráðs að segja að nú hafi sprungið á varadekkinu! Rómantískasta uppátækið? Því miður er ég skapaður lítið rómantískur og ætla ekki að gera tilraun hér til upprifjunar, en það kemur fyrir að ég kaupi blóm handa konunni án nokkurrar ástæðu. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann hefur starfað innan stjórnsýslunnar um áratuga skeið, lengst af sem sýslumaður í Vestmannaeyjum og síðast sem skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Karl Gauti hefur, sem þingmaður, lagt mikla áherslu á lögreglumálefni og hefur vakið athygli á uppgangi skipulagðra glæpahópa og vill að ráðamenn fylgi ábendingum lögreglunnar í þeim efnum. Karl Gauti situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og hefur lagt fram mál sem snúa að umhverfismálum, eins og tillögu um aukna skógrækt til kolefnisbindingar og byggingu hátækni sorpbrennslustöðvar. Þá hefur Karl Gauti látið sig málefni drengja varða og bent á hversu erfitt þeir eiga uppdráttar í skólakerfinu. Klippa: Oddvitaáskorun - Karl Gauti Hjaltason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mjög margir fallegir staðir á Íslandi, en ef þarf að gera upp á milli þá vel ég Vestmannaeyjar. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei nokkurn tíma bragðaref, bara ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fjölmargar bækur eru í uppáhaldi en Sjálfstætt fólk e. nóbelsskáldið og Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun eru ofarlega. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Paradise by the dasboard light með Meat Loaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las töluvert meira en endranær. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki núna, en tók eitt sinn fyrir margt löngu 104 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, reyndar. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Moka. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Þú ert með sömu klippingu og vinur minn uppi á Íslandi, af hverju ertu að apa eftir honum?” Uppáhalds tónlistarmaður? Frankie Valli. Besti fimmaurabrandarinn? Græna hliðin upp! Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég eignaðist litla systur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Dái marga gengna pólitíkusa, svo sem Winston Churchill, sem var réttur maður á réttum tíma fyrir þjóð sína, en hefði líklega ekki orðið hetja á öðrum tímum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Engin aðdáandi Eurovision, en líklega Nina. Besta frí sem þú hefur farið í? Tveggja daga sólarlandaferð til Mílanó. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Vandamálið og reyndar kosturinn við brandara er að maður vill gleyma þeim og þess vegna eru þeir svo góðir til endurvinnslu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar skröksagan vegna fjarveru úr skólanum um sprungna dekkið hafði verið notuð fimm sinnum, þá var gripið til þess ráðs að segja að nú hafi sprungið á varadekkinu! Rómantískasta uppátækið? Því miður er ég skapaður lítið rómantískur og ætla ekki að gera tilraun hér til upprifjunar, en það kemur fyrir að ég kaupi blóm handa konunni án nokkurrar ástæðu.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira