Bráðabani réði úrslitum í fyrsta skipti í sögu Kviss Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Lið Hamars og Dalvíkur mættust í öðrum þætti af spurningaþættinum Kviss síðasta laugardag, Hlaðvarpsstjórnendurnir og kærustuparið Tinna BK og Gói Sportrönd kepptu fyrir hönd Hamars og söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt kepptu fyrir hönd Dalvíkur. Annar þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Hamar og Dalvík í 16-liða úrslitum. Úr varð æsispennandi viðureign sem endaði í bráðabana í fyrsta skipti í sögu Kviss, þar sem annað liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH. Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH.
Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29
Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01