Bráðabani réði úrslitum í fyrsta skipti í sögu Kviss Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Lið Hamars og Dalvíkur mættust í öðrum þætti af spurningaþættinum Kviss síðasta laugardag, Hlaðvarpsstjórnendurnir og kærustuparið Tinna BK og Gói Sportrönd kepptu fyrir hönd Hamars og söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt kepptu fyrir hönd Dalvíkur. Annar þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Hamar og Dalvík í 16-liða úrslitum. Úr varð æsispennandi viðureign sem endaði í bráðabana í fyrsta skipti í sögu Kviss, þar sem annað liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH. Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Lið Hamars samanstendur af hlaðvarpsstjórnendunum, samfélagsmiðlastjörnunum og kærustuparinu Tinnu BK og Góa Sportrönd. Söngvararnir Friðrik Ómar og Matti Matt skipa lið Dalvíkur. Þegar komið var að síðustu spurningu þáttarins var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið þar sem staðan var hnífjöfn eða 27- 27. Úrslitin réðust því í bráðabana þar sem keppt var í liðnum Þrjú hint. Hér að neðan má sjá úrslitastundina. Spurt var um nafn. Fyrsta vísbending var sú antílóputegund, undirflokkur KIA bifreiða og ákveðið hljóðfæri ættu það sameiginlegt að bera þetta nafn. Þegar hvorugt lið gat komið með rétt svar var farið í aðra vísbendingu. Söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apa til landsins frá Spáni árið 1958 og bar apinn þetta nafn. Liðin virtust engu nær en Dalvík giskaði á Kíró. Var þá farið í þriðju og síðustu vísbendingu. Forseti Gabon ber nafnið sem spurt var um. Þá bætti Björn Bragi, spyrillinn þáttarins, því við að ef hann myndi heimsækja Ísland væri óskandi að veðrið væri gott. Við þessa vísbendingu virtist kvikna á perunni há Tinnu sem hringdi bjöllunni og giskaði á nafnið Bongó. Bongó var rétt svar og þar með stóð Hamar uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Fagnaðarlætin voru gríðarleg og mátti sjá Góa klifra upp á borð þar sem hann fagnaði innilega. Með sigrinum hafa þau Tinna og Gói tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss. Næsta laugardag keppa systkinin og íþróttafréttafólkið Eva Ben og Gummi Ben fyrir hönd Þórs og söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín fyrir hönd FH.
Kviss Tengdar fréttir Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29 Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Túrtappi tryggði sigur í fyrsta einvígi Kviss Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni. 6. september 2021 13:29
Þetta eru liðin sem keppa í annarri þáttaröð af KVISS Spurningaþátturinn KVISS hefur göngu sína á ný á laugardag undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Sextán lið munu þar keppa í æsispennandi skemmtiþætti þangað til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 2. september 2021 07:01