Stjórnendur og „aftur úr fjarvinnu“ skrefin Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Hver er raunveruleg ástæða þess að stjórnendur vilja fá starfsfólk aftur úr fjarvinnu og á vinnustaðinn? Er það betra fyrir vinnuna eða er það bara fyrir stjórnandann sjálfan? Vísir/Getty Eitt af því frábæra sem Covid skapaði var fjarvinna og sá veruleiki að margir vinnustaðir stefna nú að, eða hafa nú þegar innleitt hið svo kallaða blandaða vinnufyrirkomulag. Þar er að hluta til unnið heiman frá en að hluta til á staðnum. Þetta hljómar allt svo einfalt, en er það svo? Niðurstöður mælinga Gallup fyrir Atvinnulífið síðasta vetur sýna að allt að 75% fólks sem starfaði í fjarvinnu vegna Covid, hefur áhuga á að starfa í blönduðu fyrirkomulagi til framtíðar; að vinna tvo til þrjá daga í fjarvinnu á viku og tvo til þrjá daga á staðnum. Þessar niðurstöður eru í takt við mælingar erlendis. Stjórnendur upplifa innleiðingu blandaðs fyrirkomulags þó ekkert endilega eins einfalt og það kannski kann að hljóma. Og sumir eru að upplifa viðspyrnu starfsfólks gegn því að þurfa að snúa aftur á vinnustaðinn. Í umfjöllun FastCompany er á það bent að viðspyrna starfsfólks við að snúa aftur séu eðlileg viðbrögð. Meðal annars vegna þess að fólk sem hefur starfað mikið í fjarvinnu á tímum Covid, hefur þegar fest sig í rútínu sem hentar vel fjölskyldulífi eða öðrum skyldum utan vinnu, að frítíma sínum eða frístundum og svo framvegis. Þá sé viðspyrnan líka í takt við mælingar sem sýna svo hátt hlutfall fólks sem hefur áhuga á að starfa í fjarvinnu. Eins þurfa vinnustaðir líka að hafa í huga að þótt ætlunin sé að bjóða upp á blandað fyrirkomulag, er ekki þar með sagt að sama fyrirkomulagið henti öllum. Stjórnendur þurfa líka að velta fyrir sér hvað er að skýra það út hjá hverjum og einum, hvers vegna viðkomandi vill helst vinna sem mest í fjarvinnu. Hefur svefninn til dæmis batnað? Kvíði minnkað? Skýringar geta verið af ýmsum toga og mjög einstaklingsbundnar. Í umfjöllun Forbes er mælt með því að stjórnendur byrji á því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hver er ávinningur vinnustaðarins af því að fá viðkomandi aftur úr fjarvinnu? Er það nægilega góð ástæða? Eða er það bara sú tilfinning eða skoðun stjórnandans að finnast betra að vera með fólkið á staðnum? Þá er stjórnendum gefin fimm eftirfarandi ráð: 1. Vertu raunsær Eitt er að vilja bjóða upp á blandað fyrirkomulag fyrir starfsfólk en annað er hvernig það mun ganga. Gera þarf góða greiningu á því hvernig blandað fyrirkomulag getur gengið og á að ganga fyrir sig á vinnustaðnum. 2. Hugsaðu út fyrir boxið Allt sem hægt er að gera rafrænt eða í fjarvinnu, án þess að afköst eða gæði skerðist, ætti að skoða sem tækifæri fyrir fjarvinnu og fjarvinnutilboð. Oft er best að heyra í starfsfólkinu sjálfu hvar möguleikarnir liggja og hvaða leiðir væri hægt að fara. Hér skiptir miklu máli að stjórnendur hugsi út fyrir boxið og séu opnir fyrir nýjum og öðruvísi leiðum en áður hafa gilt. 3. Sýndu varkárni í boðum og bönnum Stjórnendur þurfa að stíga varlega í boðum og bönnum um hið nýja framtíðarfyrirkomulag. Því nú er starfsfólk á vinnumarkaði búið að átta sig á þeim tækifærum sem fjarvinna getur boðið upp á. Stjórnendur vilja ekki missa frá sér hæfileikaríkt fólk vegna fljótfærni um nýjar reglur sem eiga að gilda í hinu blandaða fyrirkomulagi. Fólk í fjarvinnu hefur nú lært hversu dýrmætur sveigjaneikinn er og því er mælt með því að stjórnendur tryggi vel að sveigjanleiki sé áfram til staðar þótt starfsfólk mæti aftur á vinnustaðinn til vinnu.Vísir/Getty 4. Sveigjanleiki Við þekkjum sveigjanleika fjarvinnunnar en stjórnendur þurfa líka að gefa sér svigrúm til þess að prófa sig áfram. Sveigjanleikinn þarf því að vera til staðar þótt blandað fyrirkomulag sé innleitt. Að leyfa þessu nýja fyrirkomulagi að þróast og þroskast er lærdómsríkt og gott ferli og enginn vinnustaður ætti að gefa sér að vita öll svörin nú. 5. Starfsmannaveltan Loks þarf að huga að starfsmannaveltunni og framtíðarmarkmiðum vinnustaðarins. Því vinnustaðir sem ekki ná tökum á því að innleiða blandað fyrirkomulag sem virkilega mælist vel fyrir, eiga á hættu að starfsmannaveltan hjá þeim aukist. Hér er ítrekað að mjög líklega hentar ekki öllum starfsmönnum að búa til blandað fyrirkomulag þar sem eitt á að gilda fyrir alla. Taka þarf mið af verkefnum, hæfni og vilja hvers og eins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan! 3. september 2021 07:01 Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu. 11. ágúst 2021 07:02 „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Niðurstöður mælinga Gallup fyrir Atvinnulífið síðasta vetur sýna að allt að 75% fólks sem starfaði í fjarvinnu vegna Covid, hefur áhuga á að starfa í blönduðu fyrirkomulagi til framtíðar; að vinna tvo til þrjá daga í fjarvinnu á viku og tvo til þrjá daga á staðnum. Þessar niðurstöður eru í takt við mælingar erlendis. Stjórnendur upplifa innleiðingu blandaðs fyrirkomulags þó ekkert endilega eins einfalt og það kannski kann að hljóma. Og sumir eru að upplifa viðspyrnu starfsfólks gegn því að þurfa að snúa aftur á vinnustaðinn. Í umfjöllun FastCompany er á það bent að viðspyrna starfsfólks við að snúa aftur séu eðlileg viðbrögð. Meðal annars vegna þess að fólk sem hefur starfað mikið í fjarvinnu á tímum Covid, hefur þegar fest sig í rútínu sem hentar vel fjölskyldulífi eða öðrum skyldum utan vinnu, að frítíma sínum eða frístundum og svo framvegis. Þá sé viðspyrnan líka í takt við mælingar sem sýna svo hátt hlutfall fólks sem hefur áhuga á að starfa í fjarvinnu. Eins þurfa vinnustaðir líka að hafa í huga að þótt ætlunin sé að bjóða upp á blandað fyrirkomulag, er ekki þar með sagt að sama fyrirkomulagið henti öllum. Stjórnendur þurfa líka að velta fyrir sér hvað er að skýra það út hjá hverjum og einum, hvers vegna viðkomandi vill helst vinna sem mest í fjarvinnu. Hefur svefninn til dæmis batnað? Kvíði minnkað? Skýringar geta verið af ýmsum toga og mjög einstaklingsbundnar. Í umfjöllun Forbes er mælt með því að stjórnendur byrji á því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hver er ávinningur vinnustaðarins af því að fá viðkomandi aftur úr fjarvinnu? Er það nægilega góð ástæða? Eða er það bara sú tilfinning eða skoðun stjórnandans að finnast betra að vera með fólkið á staðnum? Þá er stjórnendum gefin fimm eftirfarandi ráð: 1. Vertu raunsær Eitt er að vilja bjóða upp á blandað fyrirkomulag fyrir starfsfólk en annað er hvernig það mun ganga. Gera þarf góða greiningu á því hvernig blandað fyrirkomulag getur gengið og á að ganga fyrir sig á vinnustaðnum. 2. Hugsaðu út fyrir boxið Allt sem hægt er að gera rafrænt eða í fjarvinnu, án þess að afköst eða gæði skerðist, ætti að skoða sem tækifæri fyrir fjarvinnu og fjarvinnutilboð. Oft er best að heyra í starfsfólkinu sjálfu hvar möguleikarnir liggja og hvaða leiðir væri hægt að fara. Hér skiptir miklu máli að stjórnendur hugsi út fyrir boxið og séu opnir fyrir nýjum og öðruvísi leiðum en áður hafa gilt. 3. Sýndu varkárni í boðum og bönnum Stjórnendur þurfa að stíga varlega í boðum og bönnum um hið nýja framtíðarfyrirkomulag. Því nú er starfsfólk á vinnumarkaði búið að átta sig á þeim tækifærum sem fjarvinna getur boðið upp á. Stjórnendur vilja ekki missa frá sér hæfileikaríkt fólk vegna fljótfærni um nýjar reglur sem eiga að gilda í hinu blandaða fyrirkomulagi. Fólk í fjarvinnu hefur nú lært hversu dýrmætur sveigjaneikinn er og því er mælt með því að stjórnendur tryggi vel að sveigjanleiki sé áfram til staðar þótt starfsfólk mæti aftur á vinnustaðinn til vinnu.Vísir/Getty 4. Sveigjanleiki Við þekkjum sveigjanleika fjarvinnunnar en stjórnendur þurfa líka að gefa sér svigrúm til þess að prófa sig áfram. Sveigjanleikinn þarf því að vera til staðar þótt blandað fyrirkomulag sé innleitt. Að leyfa þessu nýja fyrirkomulagi að þróast og þroskast er lærdómsríkt og gott ferli og enginn vinnustaður ætti að gefa sér að vita öll svörin nú. 5. Starfsmannaveltan Loks þarf að huga að starfsmannaveltunni og framtíðarmarkmiðum vinnustaðarins. Því vinnustaðir sem ekki ná tökum á því að innleiða blandað fyrirkomulag sem virkilega mælist vel fyrir, eiga á hættu að starfsmannaveltan hjá þeim aukist. Hér er ítrekað að mjög líklega hentar ekki öllum starfsmönnum að búa til blandað fyrirkomulag þar sem eitt á að gilda fyrir alla. Taka þarf mið af verkefnum, hæfni og vilja hvers og eins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan! 3. september 2021 07:01 Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu. 11. ágúst 2021 07:02 „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan! 3. september 2021 07:01
Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01
Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu. 11. ágúst 2021 07:02
„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01