Var áður spéhrædd en selur nú klám á Onlyfans: „Leyfið okkur bara að lifa okkar brenglaða lífi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Frosti Logason skrifa 14. september 2021 09:50 Edda Lovísa Björgvinsdóttir var í viðtali í gær í þættinum Ísland í dag. Stöð 2 „Okkur er bara alveg sama um skoðun annarra, hvað öðru fólki finnst,“ segir klámstjarnan Edda Lovísa Björgvinsdóttir aðspurð að því hvers vegna hennar kynslóð sé svona miklu djarfari en þær sem eldri eru. Edda Lovísa er ein þeirra Íslendinga sem fer alls ekki leynt með klámið sem hún framleiðir fyrir Onlyfans. Edda Lovísa er fædd árið 2001 og segir að hún sé ekki að framleiða klám vegna þess að hún neyðist til þess. Allir stunda kynlíf einhvern tíman Hún segist á árum áður alltaf hafa verið feimna stelpan sem var frekar spéhrædd í sundklefanum en í dag er hún algjörlega óhrædd við að taka upp kynlífssenur og deila með öðrum á netinu. „Ég fór alltaf inn á bað til að fara í sundfötin. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Edda segir að hún hafi áttað sig á því að allir eru með líkama og þeir líta alls konar út. Spéhræðslan hafi þá minnkað. „Skiptir einhverju máli ef einhver sér líkamann minn? Nei það skiptir í raun ekki máli, ekki þannig séð.“ Hún segist hafa horft mikið á klám sem unglingur en er þó ekki viss um að það tengist því að hún endaði á að búa til klámefni sjálf. „Eru ekki allir að stunda kynlíf á einhverjum tímapunkti í lífi sínu? Er þá eitthvað skrítið að vera að taka það upp og selja það?“ Frosti Logason settist niður með Eddu Lovísu á dögunum og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Athugið að sýnt er úr klámi í innslaginu. Allir vita að hún er á Onlyfans Til þess að nálgast klám á borð við það sem Edda Lovísa framleiðir þurfa notendur að kaupa sér áskriftir af fólki sem framleiðir efnið sitt sjálft. Þar er efnið höfundarréttarvarið og áskriftarmódelið gerir það að verkum að minni líkur eru á því að myndirnar fari á flakk þar sem ákveðin trúnaður ríkir á milli frameiðandans og notandans. Edda Lovísa og félagar hennar ganga hins vegar skrefinu lengra en margir Onlyfans framleiðendur því þau nýta aðra samfélagsmiðla til að auglýsa efnið sitt. Þar er lítið sem ekkert skilið eftir fyrir ímyndunaflið. „Ég hugsaði bara að það vita hvort sem er allir að ég er á Onlyfans, það skiptir ekki máli. Svo ég gæti alveg eins bara birt og fengið áskrifendur út frá því,“ segir Edda um það sem hún birtir á samfélagsmiðlum. Hún er með um fimm hundruð áskrifendur á Onlyfans. Þrátt fyrir að Onlyfans sé tiltölulega nýtt á Íslandi er ekki hægt að segja að Íslendingar hafi til þessa verið alls ókunnugir klámi. Árið 1969 var byrjað að gefa hér út tímaritið Samúel sem lengi vel var mjög vinsælt og árið 1990 var þáverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 sakfelldur í Hæstarétti fyrir dreifingu á klámi en þá hafði stöðin tekið til sýninga dönsku stjörnumerkjamyndirnar sem þóttu af mörgum hinn argasti sori. Tímaritið Bleikt og Blátt var annað blað sem kom út allt til ársins 2008 en það átti í upphafi að vera kynlífsfræðslurit en þróaðist fljótlega út í að vera hefðbundið ljósblátt tímarit með myndum af nöktu fólki. En undanfarin tíu ár má segja að klám og nektarstaðir hafi verið algjört tabú hér á landi. Foreldrarnir sýna stuðning Edda Lovísa segist ekki hafa farið varhluta af því hversu hneyksluð eldri kynslóðin er á henni og félögum hennar sem framleiða klámið á Íslandi í dag. Hún segist finna að jafnaldrar hennar séu miklu opnari en hún hafi til dæmis fengið yfir sig holskeflu af vandlætingu og skömmum frá þeim sem eldri eru í kommentakerfum fjölmiðlanna. „Mér finnst það eiginlega bara frekar fyndið. Þú ert bara að sitja við einhvern tölvuskjá og hrauna yfir fólk sem er kannski aldrei að fara að sjá kommentið þitt. Hvernig nenniru að eyða orkunni þinni í eitthvað svona í staðinn fyrir að pæla í sjálfum þér?“ Edda Lovísa segir að foreldrar hennar hafi viljað ræða þetta val við hana og því hafi þau farið saman á kaffihús. „Ég útskýrði fyrir þeim hvað þetta er og hvað ég er að gera. Þau sögðu að ef ég væri hamingjusöm og væri örugg og góð, myndu þau styðja mig í því sem ég geri. Auðvitað vilja þau að ég geri eitthvað annað, en þau sögðu: Þú ert fullorðin manneskja, vinnan þín kemur okkur ekki við,“ útskýrir Edda Lovísa. „Ég sagði ekkert: „Ég bý til klám.“ Ég sagði að þetta væru myndir og svo væri ég kannski að selja myndbönd. Þá föttuðu þau náttúrulega hvað þetta væri.“ Vildi ekki vinna á stöðum í heimsfaraldrinum Edda Lovísa segist vel kannast við þá umræðu að þeir sem starfi í klámi geri það eingöngu til að komast út úr mikilli neyð og komi oft úr erfiðum félagslegum aðstæðum, vímuefnaneyslu eða kynferðisofbeldi. Hún segir það vissulega geta verið tilfellið hjá einhverjum en hún komi sjálf af góðu heimili þar sem hún hafi alltaf notið stuðnings frá umhyggjusömum foreldrum og hafi átt góða og áfallalausa æsku. Hún hafi aldrei þurft að líða neinn skort og peningar hafi sannarlega ekki verið aðal ástæðan fyrir því að hún valdi sér þennan starfsvettvang. „Það var alls ekki þannig. Ég hef aldrei strögglað með að eiga pening eða neitt þannig. Ég gerði þetta bara af því að mér langaði ekki að vera að vinna neins staðar á meðan Covid var svona mikið í gangi. Svo varð ég eiginlega bara ástfangin af vinnunni og fólkinu sem kemur með.“ Henni finnst að það ætti ekki að dæma fólk fyrir það hvernig það reynir að græða pening eða lifa af. „Mér finnst svo skrítið að það er alltaf tengt saman klám, neysla og kynferðisáreiti.“ Velur Netflix fram yfir djammið Edda segist sjálf aldrei hafa verið í neyslu og drekki ekki heldur áfengi. „Mér finnst það ógeðslega leiðinlegt og mér verður alltaf illt í maganum. Ég vil miklu frekar vera heima og horfa á Netflix. Mér finnst það miklu meira spennandi.“ Aðspurð hvort klám hafi brenglað hennar kynslóð svarar Edda Lovísa: „Það gæti alveg verið þannig séð. En okei er það okkur að kenna? Þá erum við bara brengluð, leyfið okkur bara að lifa okkar brenglaða lífi.“ Önnur hver stelpa á Onlyfans Edda segir að þrátt fyrir að hún elski starfið sitt þessa dagana og allt fólkið sem hún hafi kynnst í gegnum það sé lífið sem klámstjarna á Onlyfans ekki eins og auðvelt og margir gætu haldið. Hún segir þetta vera mikla vinnu þar sem hún þurfi til dæmis stöðugt að vera svara áskrifendum á öllum tímum sólahringsins auk þess sem hún leggur mikla vinnu í bæði fyrir og eftir vinnslu. Þá þarf hún einnig að vera stöðugt á tánum gagnvart þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði. „Samkeppnin er erfiðust. Að vera stöðugt að halda sér uppi, að halda sér á toppnum og vera að græða pening. Það eru svo ógeðslega margir á Onlyfans núna, önnur hver stelpa í heiminum næstum því.“ Vildi gera fallegt klámefni Markaðssetning, kynning og að vera alltaf að gera eitthvað nýtt er á meðal þess sem Edda Lovísa gerir til þess að halda vinsældunum. Einnig vinnur hún með öðrum Onlyfans stjörnum til þess að ná sér í fleiri áskrifendur. Hún segir að mikil vinna sé á bak við allt efnið. „Fyrst þarf ég að mála mig, svo þarf ég að finna föt, svo þarf ég að setja upp tvö ljós, setja upp þrífótinn fyrir símann minn og myndavélina, svo bý ég um rúmið og færi allt frá sem er ljótt.“ Hún notar svo fallega lýsingu, fallega liti og hárkollur og annað í framleiðsluna. „Mér finnst svo gaman að gera þetta fallegt innan gæsalappa. Þegar fólk hugsar um klám hugsar það um eitthvað rough og ljótt en svo kemur það til mín og það eru bara bleikir litir úti um allt og falleg ljós. Mér finnst gaman að snúa þessu svona við.“ Sem fyrr segir segist Edda vera af þeirri kynslóð sem lætur sér fátt um finnast hvað öðrum finnst og lætur skoðanir annarra ekki stýra því sem hún tekur sér fyrir hendur. En á sama tíma mundi hún sjálf gjarnan vilja sjá umræðuna um þennan málaflokk fara á annað og hærra plan, en hún hefur þetta að segja að lokum. „Mér langar að þessi umræða haldist opin. Mér langar að ef fólk er með fordóma eða finnst þetta skrítið, að það reyni að fræða sig og spyrja spurninga í stað þess að fara strax í það að skíta yfir alla,“ segir Edda Lovísa. „Prófið að kynnast okkur áður en þið kallið okkur ógeðsleg.“ Ísland í dag OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. 25. ágúst 2021 14:03 Færu á hausinn ef klámið yrði í alvöru bannað Íslendingar sem framleiða klámefni á vefþjónustunni OnlyFans taka fregnum af klámbanni miðilsins með jafnaðargeði. Þeir telja tilkynninguna sölubrellu frekar en grundvallarbreytingu á starfseminni. 20. ágúst 2021 21:24 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Edda Lovísa er ein þeirra Íslendinga sem fer alls ekki leynt með klámið sem hún framleiðir fyrir Onlyfans. Edda Lovísa er fædd árið 2001 og segir að hún sé ekki að framleiða klám vegna þess að hún neyðist til þess. Allir stunda kynlíf einhvern tíman Hún segist á árum áður alltaf hafa verið feimna stelpan sem var frekar spéhrædd í sundklefanum en í dag er hún algjörlega óhrædd við að taka upp kynlífssenur og deila með öðrum á netinu. „Ég fór alltaf inn á bað til að fara í sundfötin. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Edda segir að hún hafi áttað sig á því að allir eru með líkama og þeir líta alls konar út. Spéhræðslan hafi þá minnkað. „Skiptir einhverju máli ef einhver sér líkamann minn? Nei það skiptir í raun ekki máli, ekki þannig séð.“ Hún segist hafa horft mikið á klám sem unglingur en er þó ekki viss um að það tengist því að hún endaði á að búa til klámefni sjálf. „Eru ekki allir að stunda kynlíf á einhverjum tímapunkti í lífi sínu? Er þá eitthvað skrítið að vera að taka það upp og selja það?“ Frosti Logason settist niður með Eddu Lovísu á dögunum og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Athugið að sýnt er úr klámi í innslaginu. Allir vita að hún er á Onlyfans Til þess að nálgast klám á borð við það sem Edda Lovísa framleiðir þurfa notendur að kaupa sér áskriftir af fólki sem framleiðir efnið sitt sjálft. Þar er efnið höfundarréttarvarið og áskriftarmódelið gerir það að verkum að minni líkur eru á því að myndirnar fari á flakk þar sem ákveðin trúnaður ríkir á milli frameiðandans og notandans. Edda Lovísa og félagar hennar ganga hins vegar skrefinu lengra en margir Onlyfans framleiðendur því þau nýta aðra samfélagsmiðla til að auglýsa efnið sitt. Þar er lítið sem ekkert skilið eftir fyrir ímyndunaflið. „Ég hugsaði bara að það vita hvort sem er allir að ég er á Onlyfans, það skiptir ekki máli. Svo ég gæti alveg eins bara birt og fengið áskrifendur út frá því,“ segir Edda um það sem hún birtir á samfélagsmiðlum. Hún er með um fimm hundruð áskrifendur á Onlyfans. Þrátt fyrir að Onlyfans sé tiltölulega nýtt á Íslandi er ekki hægt að segja að Íslendingar hafi til þessa verið alls ókunnugir klámi. Árið 1969 var byrjað að gefa hér út tímaritið Samúel sem lengi vel var mjög vinsælt og árið 1990 var þáverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 sakfelldur í Hæstarétti fyrir dreifingu á klámi en þá hafði stöðin tekið til sýninga dönsku stjörnumerkjamyndirnar sem þóttu af mörgum hinn argasti sori. Tímaritið Bleikt og Blátt var annað blað sem kom út allt til ársins 2008 en það átti í upphafi að vera kynlífsfræðslurit en þróaðist fljótlega út í að vera hefðbundið ljósblátt tímarit með myndum af nöktu fólki. En undanfarin tíu ár má segja að klám og nektarstaðir hafi verið algjört tabú hér á landi. Foreldrarnir sýna stuðning Edda Lovísa segist ekki hafa farið varhluta af því hversu hneyksluð eldri kynslóðin er á henni og félögum hennar sem framleiða klámið á Íslandi í dag. Hún segist finna að jafnaldrar hennar séu miklu opnari en hún hafi til dæmis fengið yfir sig holskeflu af vandlætingu og skömmum frá þeim sem eldri eru í kommentakerfum fjölmiðlanna. „Mér finnst það eiginlega bara frekar fyndið. Þú ert bara að sitja við einhvern tölvuskjá og hrauna yfir fólk sem er kannski aldrei að fara að sjá kommentið þitt. Hvernig nenniru að eyða orkunni þinni í eitthvað svona í staðinn fyrir að pæla í sjálfum þér?“ Edda Lovísa segir að foreldrar hennar hafi viljað ræða þetta val við hana og því hafi þau farið saman á kaffihús. „Ég útskýrði fyrir þeim hvað þetta er og hvað ég er að gera. Þau sögðu að ef ég væri hamingjusöm og væri örugg og góð, myndu þau styðja mig í því sem ég geri. Auðvitað vilja þau að ég geri eitthvað annað, en þau sögðu: Þú ert fullorðin manneskja, vinnan þín kemur okkur ekki við,“ útskýrir Edda Lovísa. „Ég sagði ekkert: „Ég bý til klám.“ Ég sagði að þetta væru myndir og svo væri ég kannski að selja myndbönd. Þá föttuðu þau náttúrulega hvað þetta væri.“ Vildi ekki vinna á stöðum í heimsfaraldrinum Edda Lovísa segist vel kannast við þá umræðu að þeir sem starfi í klámi geri það eingöngu til að komast út úr mikilli neyð og komi oft úr erfiðum félagslegum aðstæðum, vímuefnaneyslu eða kynferðisofbeldi. Hún segir það vissulega geta verið tilfellið hjá einhverjum en hún komi sjálf af góðu heimili þar sem hún hafi alltaf notið stuðnings frá umhyggjusömum foreldrum og hafi átt góða og áfallalausa æsku. Hún hafi aldrei þurft að líða neinn skort og peningar hafi sannarlega ekki verið aðal ástæðan fyrir því að hún valdi sér þennan starfsvettvang. „Það var alls ekki þannig. Ég hef aldrei strögglað með að eiga pening eða neitt þannig. Ég gerði þetta bara af því að mér langaði ekki að vera að vinna neins staðar á meðan Covid var svona mikið í gangi. Svo varð ég eiginlega bara ástfangin af vinnunni og fólkinu sem kemur með.“ Henni finnst að það ætti ekki að dæma fólk fyrir það hvernig það reynir að græða pening eða lifa af. „Mér finnst svo skrítið að það er alltaf tengt saman klám, neysla og kynferðisáreiti.“ Velur Netflix fram yfir djammið Edda segist sjálf aldrei hafa verið í neyslu og drekki ekki heldur áfengi. „Mér finnst það ógeðslega leiðinlegt og mér verður alltaf illt í maganum. Ég vil miklu frekar vera heima og horfa á Netflix. Mér finnst það miklu meira spennandi.“ Aðspurð hvort klám hafi brenglað hennar kynslóð svarar Edda Lovísa: „Það gæti alveg verið þannig séð. En okei er það okkur að kenna? Þá erum við bara brengluð, leyfið okkur bara að lifa okkar brenglaða lífi.“ Önnur hver stelpa á Onlyfans Edda segir að þrátt fyrir að hún elski starfið sitt þessa dagana og allt fólkið sem hún hafi kynnst í gegnum það sé lífið sem klámstjarna á Onlyfans ekki eins og auðvelt og margir gætu haldið. Hún segir þetta vera mikla vinnu þar sem hún þurfi til dæmis stöðugt að vera svara áskrifendum á öllum tímum sólahringsins auk þess sem hún leggur mikla vinnu í bæði fyrir og eftir vinnslu. Þá þarf hún einnig að vera stöðugt á tánum gagnvart þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði. „Samkeppnin er erfiðust. Að vera stöðugt að halda sér uppi, að halda sér á toppnum og vera að græða pening. Það eru svo ógeðslega margir á Onlyfans núna, önnur hver stelpa í heiminum næstum því.“ Vildi gera fallegt klámefni Markaðssetning, kynning og að vera alltaf að gera eitthvað nýtt er á meðal þess sem Edda Lovísa gerir til þess að halda vinsældunum. Einnig vinnur hún með öðrum Onlyfans stjörnum til þess að ná sér í fleiri áskrifendur. Hún segir að mikil vinna sé á bak við allt efnið. „Fyrst þarf ég að mála mig, svo þarf ég að finna föt, svo þarf ég að setja upp tvö ljós, setja upp þrífótinn fyrir símann minn og myndavélina, svo bý ég um rúmið og færi allt frá sem er ljótt.“ Hún notar svo fallega lýsingu, fallega liti og hárkollur og annað í framleiðsluna. „Mér finnst svo gaman að gera þetta fallegt innan gæsalappa. Þegar fólk hugsar um klám hugsar það um eitthvað rough og ljótt en svo kemur það til mín og það eru bara bleikir litir úti um allt og falleg ljós. Mér finnst gaman að snúa þessu svona við.“ Sem fyrr segir segist Edda vera af þeirri kynslóð sem lætur sér fátt um finnast hvað öðrum finnst og lætur skoðanir annarra ekki stýra því sem hún tekur sér fyrir hendur. En á sama tíma mundi hún sjálf gjarnan vilja sjá umræðuna um þennan málaflokk fara á annað og hærra plan, en hún hefur þetta að segja að lokum. „Mér langar að þessi umræða haldist opin. Mér langar að ef fólk er með fordóma eða finnst þetta skrítið, að það reyni að fræða sig og spyrja spurninga í stað þess að fara strax í það að skíta yfir alla,“ segir Edda Lovísa. „Prófið að kynnast okkur áður en þið kallið okkur ógeðsleg.“
Ísland í dag OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. 25. ágúst 2021 14:03 Færu á hausinn ef klámið yrði í alvöru bannað Íslendingar sem framleiða klámefni á vefþjónustunni OnlyFans taka fregnum af klámbanni miðilsins með jafnaðargeði. Þeir telja tilkynninguna sölubrellu frekar en grundvallarbreytingu á starfseminni. 20. ágúst 2021 21:24 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. 25. ágúst 2021 14:03
Færu á hausinn ef klámið yrði í alvöru bannað Íslendingar sem framleiða klámefni á vefþjónustunni OnlyFans taka fregnum af klámbanni miðilsins með jafnaðargeði. Þeir telja tilkynninguna sölubrellu frekar en grundvallarbreytingu á starfseminni. 20. ágúst 2021 21:24
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01