UNICEF hvetur þjóðarleiðtoga til að aðstoða í Afganistan Heimsljós 14. september 2021 15:05 Unicef Á fundinum fengu ráðherrar meðal annars að heyra hvernig tíu milljónir afganskra barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af. „Hjálpið okkur. Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa með börnunum í Afganistan og fólkinu sem aðstoðar þau,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í ávarpi á ráðherrafundi um ástandið í Afganistan í Genf í gær. Í ákalli lagði Fore áherslu á að þjóðir létu ekki sitt eftir liggja og fjármögnuðu af fullum þunga neyðaraðgerðir við mannúðarkrísunni í Afganistan. Á fundinum, sem António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boðaði til, fengu ráðherrar að heyra hvernig tíu milljónir afganskra barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af. Hvernig ein milljón afganskra barna muni þjást af alvarlegri bráðavannæringu á þessu ári án aðgerða. Hvernig 600 þúsund Afgana, þar af helmingur þeirra börn, hafi neyðst til að flýja heimili sín á árinu og hvernig tala fylgdarlausra barna í landinu hækkar dag frá degi. Hvernig aðgerða sé þörf og það strax. Í ávarpi vék Fore að árangri UNICEF á vettvangi, en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið til staðar fyrir fólkið í Afganistan í nærri sjötíu ár. „Bara síðustu tvær vikur hefur UNICEF útvegað 170 þúsund manns drykkjarvatn í miðjum þurrkum. Haldið úti færanlegum teymum heilbrigðisstarfsmanna í fjórtán héruðum til að halda áfram að veita íbúum grunnheilbrigðisþjónustu. Síðustu vikuna í ágúst veitti UNICEF fjögur þúsund vannærðum börnum undir fimm ára aldri nauðsynlega næringarmeðferð,“ sagði Fore. Hún benti á að ekkert af þessum væri mögulegt án framlínustarfsmanna UNICEF á vettvangi og starfsfólks UNICEF í Afganistan. Þau væru nú sem endranær reiðubúin að hætta lífi sínu til að þjóna börnunum í Afganistan. En þörf væri á frekari fjárstuðningi frá öllum þjóðum. „Án ykkar stuðnings er hætt við að þessi lífsnauðsynlega þjónusta stöðvist og eymd þjóðar í sárum aukist enn. Ríki heimsins geta ekki látið það gerast.“ UNICEF á Íslandi hefur undanfarnar vikur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Afganistan. Viðbrögð landsmanna hafa verið virkilega jákvæð. Enn er hægt að styðja söfnunina með því að senda SMS-ið BARN í númerið 1900 ( til að gefa 1.900 krónur) eða gefa frjálst framlag hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður
„Hjálpið okkur. Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa með börnunum í Afganistan og fólkinu sem aðstoðar þau,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í ávarpi á ráðherrafundi um ástandið í Afganistan í Genf í gær. Í ákalli lagði Fore áherslu á að þjóðir létu ekki sitt eftir liggja og fjármögnuðu af fullum þunga neyðaraðgerðir við mannúðarkrísunni í Afganistan. Á fundinum, sem António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boðaði til, fengu ráðherrar að heyra hvernig tíu milljónir afganskra barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af. Hvernig ein milljón afganskra barna muni þjást af alvarlegri bráðavannæringu á þessu ári án aðgerða. Hvernig 600 þúsund Afgana, þar af helmingur þeirra börn, hafi neyðst til að flýja heimili sín á árinu og hvernig tala fylgdarlausra barna í landinu hækkar dag frá degi. Hvernig aðgerða sé þörf og það strax. Í ávarpi vék Fore að árangri UNICEF á vettvangi, en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið til staðar fyrir fólkið í Afganistan í nærri sjötíu ár. „Bara síðustu tvær vikur hefur UNICEF útvegað 170 þúsund manns drykkjarvatn í miðjum þurrkum. Haldið úti færanlegum teymum heilbrigðisstarfsmanna í fjórtán héruðum til að halda áfram að veita íbúum grunnheilbrigðisþjónustu. Síðustu vikuna í ágúst veitti UNICEF fjögur þúsund vannærðum börnum undir fimm ára aldri nauðsynlega næringarmeðferð,“ sagði Fore. Hún benti á að ekkert af þessum væri mögulegt án framlínustarfsmanna UNICEF á vettvangi og starfsfólks UNICEF í Afganistan. Þau væru nú sem endranær reiðubúin að hætta lífi sínu til að þjóna börnunum í Afganistan. En þörf væri á frekari fjárstuðningi frá öllum þjóðum. „Án ykkar stuðnings er hætt við að þessi lífsnauðsynlega þjónusta stöðvist og eymd þjóðar í sárum aukist enn. Ríki heimsins geta ekki látið það gerast.“ UNICEF á Íslandi hefur undanfarnar vikur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Afganistan. Viðbrögð landsmanna hafa verið virkilega jákvæð. Enn er hægt að styðja söfnunina með því að senda SMS-ið BARN í númerið 1900 ( til að gefa 1.900 krónur) eða gefa frjálst framlag hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður