Starfsánægjan skilar sér til skjólstæðinganna HR Monitor 15. september 2021 12:25 Einar Hermannsson, formaður SÁÁ á fótboltavellinum. Fjölbreytt verkefni eru á borði formanns SÁÁ. Einar Hermannsson formaður SÁÁ segir mikilvægt að hlúa sérstaklega vel að starfsfólkinu sínu núna enda séu skjólstæðingar samtakanna viðkvæmur hópur fólks sem þarf skilning og alúð á tímum kórónuveirunnar. Það eru allskonar verkefni á borði Einars í dag og tekur hann þau föstum tökum, meðal annars samningsgerð við Sjúkratryggingar Íslands. Sum verkefnanna verður þó að sýna æðruleysi gagnvart og er álfasalan ein af þeim. Fram til þessa og vegna ástandsins hefur þurft að fresta sölu álfanna nokkrum sinnum sem er erfitt fyrir reksturinn því mikið mæðir á starfseminni núna. Mitt hlutverk í þessu öllu er að styðja við mannauðinn og stíga ölduna með þeim," segir Einar. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu starfsfólki SÁÁ á síðastliðnu ári. Allskonar stöður hafa komið upp hjá okkur vegna sóttvarna; bæði á sjúkrahúsinu Vogi sem og á göngudeildinni okkar. Mitt hlutverk í þessu öllu er að styðja við mannauðinn og stíga ölduna með þeim. Til að gefa innsýn inn í starfsemina okkar þá erum við með tvo í herbergi á Vogi og 60 rúm. Við höfum þurft að fara niður í 40 innlagnir inn á spítalanum sem er áskorun því biðlistar okkar eru langir. Svo er það göngudeildin okkar. Þar hefur verið sama áskorun. Við megum ekki vera of mörg í of litlu rými. Við höfum þurft að skipta hópunum okkar meira niður og fara í fleiri rými og á tímabili höfum við þurft að veita nær alla þjónustu okkar í gegnum síma eða tölvu. Við reynum eftir fremsta megni að halda öllu gangandi og erum duglega að hringja í skjólstæðinga okkar. 12 spora starf hefur verið mikilvægur þáttur fyrir skjólstæðinga okkar. Þá þegar allskonar hópar hafa komið í heimsókn í meðferðina að kynna starfsemi sína. Slíkt starf hefur ekki gengið upp á tímum kórónuveirunnar vegna smitvarna og síðan höfum við lánað húsnæði okkar fyrir 12 spora starf sem hefur nær alveg lagst af. Þeir sem glíma við alkóhólisma þurfa að passa sig á einveru og er alltaf mælt með því eftir meðferð að fólk fari út í samfélagið aftur og tengi sig allskonar starfi til að viðhalda batanum sínum. Við höfum því miklar áhyggjur af fólkinu okkar sem fer beint heim og eru þá kannski meira einir en við hefðum viljað. Við reynum hvað við getum til að veita stuðning og til þess að geta það þarf starfsfólkið okkar að vera í góðu andlegu- og líkamlegu formi.“ Einar hefur notað HR Monitor mannauðsmælingar um skeið og segir hann mælitækið skipta miklu máli í að viðhalda þeirri stefnu sem hann leggur áherslu á í starfseminni. „Við mælum mánaðarlega og það gefur okkur góða yfirsýn og viðbragðsgetu til að takast á við það sem þarf að gera strax. Sem betur fer sýna okkar mælingar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að starfsánægju en það er sá hluti starfseminnar gagnvart starfsfólki sem ég hef lagt hvað mestu áhersluna á.“ Hvers vegna skiptir starfsánægja þig svo miklu máli? „Vegna þess að það voru mikil átök þegar ég tók við starfseminni hér og var starfsfólkið hluti af allskonar fylkingum. Ég vildi setja skýra stefnu og fá alla með mér í lið. Ég vil að starfsfólkið okkar viti hvað við gerum og hvert við stefnum. Mesta vinnan okkar í mannauðsmálum hefur farið í að laga starfsmannamálin, búa til sáttmála og að byggja upp nýtt skipurit. Mannauður eins og nafnið ber með sér er auður. Það þarf að passa upp á hann og rækta. Þú nærð engum árangri með óánægt starfsfólk. Ég hef starfað mikið í kringum fótbolta og þar skiptir liðsheildin miklu máli. Hver liðsmaður skiptir einnig máli en við þurfum að spila sem ein heild og bakka hvort annað upp.“ Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið sem stjórnandi? „Að vera mannlegur og sýna traust. Mér var einu sinni bent á það að mennskan er einstök og enginn fullkominn. Svo þegar eitthvað kemur upp þá á maður að segja frá því sjálfur, segja satt og gera það strax. Heiðarleiki er grunnurinn að trausti og finnst mér starfsfólk borga það margfalt til baka ef hægt er að treysta þeim sem stjórna. Eins veit ég að ef fólkinu mínu líður vel þá veita þau betri þjónustu áfram til skjólstæðinga okkar. Það skiptir mig miklu máli líka.“ Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Einar Hermannsson formaður SÁÁ segir mikilvægt að hlúa sérstaklega vel að starfsfólkinu sínu núna enda séu skjólstæðingar samtakanna viðkvæmur hópur fólks sem þarf skilning og alúð á tímum kórónuveirunnar. Það eru allskonar verkefni á borði Einars í dag og tekur hann þau föstum tökum, meðal annars samningsgerð við Sjúkratryggingar Íslands. Sum verkefnanna verður þó að sýna æðruleysi gagnvart og er álfasalan ein af þeim. Fram til þessa og vegna ástandsins hefur þurft að fresta sölu álfanna nokkrum sinnum sem er erfitt fyrir reksturinn því mikið mæðir á starfseminni núna. Mitt hlutverk í þessu öllu er að styðja við mannauðinn og stíga ölduna með þeim," segir Einar. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu starfsfólki SÁÁ á síðastliðnu ári. Allskonar stöður hafa komið upp hjá okkur vegna sóttvarna; bæði á sjúkrahúsinu Vogi sem og á göngudeildinni okkar. Mitt hlutverk í þessu öllu er að styðja við mannauðinn og stíga ölduna með þeim. Til að gefa innsýn inn í starfsemina okkar þá erum við með tvo í herbergi á Vogi og 60 rúm. Við höfum þurft að fara niður í 40 innlagnir inn á spítalanum sem er áskorun því biðlistar okkar eru langir. Svo er það göngudeildin okkar. Þar hefur verið sama áskorun. Við megum ekki vera of mörg í of litlu rými. Við höfum þurft að skipta hópunum okkar meira niður og fara í fleiri rými og á tímabili höfum við þurft að veita nær alla þjónustu okkar í gegnum síma eða tölvu. Við reynum eftir fremsta megni að halda öllu gangandi og erum duglega að hringja í skjólstæðinga okkar. 12 spora starf hefur verið mikilvægur þáttur fyrir skjólstæðinga okkar. Þá þegar allskonar hópar hafa komið í heimsókn í meðferðina að kynna starfsemi sína. Slíkt starf hefur ekki gengið upp á tímum kórónuveirunnar vegna smitvarna og síðan höfum við lánað húsnæði okkar fyrir 12 spora starf sem hefur nær alveg lagst af. Þeir sem glíma við alkóhólisma þurfa að passa sig á einveru og er alltaf mælt með því eftir meðferð að fólk fari út í samfélagið aftur og tengi sig allskonar starfi til að viðhalda batanum sínum. Við höfum því miklar áhyggjur af fólkinu okkar sem fer beint heim og eru þá kannski meira einir en við hefðum viljað. Við reynum hvað við getum til að veita stuðning og til þess að geta það þarf starfsfólkið okkar að vera í góðu andlegu- og líkamlegu formi.“ Einar hefur notað HR Monitor mannauðsmælingar um skeið og segir hann mælitækið skipta miklu máli í að viðhalda þeirri stefnu sem hann leggur áherslu á í starfseminni. „Við mælum mánaðarlega og það gefur okkur góða yfirsýn og viðbragðsgetu til að takast á við það sem þarf að gera strax. Sem betur fer sýna okkar mælingar jákvæðar niðurstöður þegar kemur að starfsánægju en það er sá hluti starfseminnar gagnvart starfsfólki sem ég hef lagt hvað mestu áhersluna á.“ Hvers vegna skiptir starfsánægja þig svo miklu máli? „Vegna þess að það voru mikil átök þegar ég tók við starfseminni hér og var starfsfólkið hluti af allskonar fylkingum. Ég vildi setja skýra stefnu og fá alla með mér í lið. Ég vil að starfsfólkið okkar viti hvað við gerum og hvert við stefnum. Mesta vinnan okkar í mannauðsmálum hefur farið í að laga starfsmannamálin, búa til sáttmála og að byggja upp nýtt skipurit. Mannauður eins og nafnið ber með sér er auður. Það þarf að passa upp á hann og rækta. Þú nærð engum árangri með óánægt starfsfólk. Ég hef starfað mikið í kringum fótbolta og þar skiptir liðsheildin miklu máli. Hver liðsmaður skiptir einnig máli en við þurfum að spila sem ein heild og bakka hvort annað upp.“ Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið sem stjórnandi? „Að vera mannlegur og sýna traust. Mér var einu sinni bent á það að mennskan er einstök og enginn fullkominn. Svo þegar eitthvað kemur upp þá á maður að segja frá því sjálfur, segja satt og gera það strax. Heiðarleiki er grunnurinn að trausti og finnst mér starfsfólk borga það margfalt til baka ef hægt er að treysta þeim sem stjórna. Eins veit ég að ef fólkinu mínu líður vel þá veita þau betri þjónustu áfram til skjólstæðinga okkar. Það skiptir mig miklu máli líka.“
Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira