Brynhildur greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni nú í kvöld. Þar deilir hún myndbandi þar sem parið er statt í Sky Lagoon. Þar má sjá Matthías krjúpa niður á eitt hné og opna litla öskju, sem ætla má að innihaldi trúlofunarhring. Því næst fellst parið í faðma og kyssist, við mikinn fögnuð annarra gesta lónsins.
„Auðveldasta svar sem ég hef gefið ❤️ Við erum semsagt trúlofuð og ég gæti bókstaflega ekki verið hamingjusamari eða ástfangnari 😍 elska þig beibí,“ skrifar Brynhildur með færslunni.
Greint var frá því í júní að parið væri saman. Brynhildur er meðal annars meðlimur hljómsveitanna Kvikindis og Hormóna en Matthías er hvað þekktastur fyrir að vera í hljómsveitinni Hatara, sem keppti fyrir Íslands hönd í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðvar í Ísrael árið 2019.