Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. september 2021 06:00 Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar og eiga saman fjögur börn. Betri helmingurinn Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. Bjarni er fjármálaráðherra Íslands ásamt því að hafa verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009. Bjarni var í lögmennsku áður en hann sneri sér að pólitík en hann hefur verið alþingismaður frá árinu 2003. Betri helmingur Bjarna, Þóra Margrét , er mikill fagurkeri og hefur hjálpað fjölmörgum Íslendingum að fegra heimili sín. Hún hefur starfað sem hönnunarráðgjafi, ásamt því að sjá um stórt heimili þeirra Bjarna. Saman eiga þau fjögur börn en tuttugu ár eru á milli þess elsta og þess yngsta. Þau Bjarni og Þóra voru gestir í tuttugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Hafnaði Bjarna en snerist hugur Í þættinum segja þau Bjarni og Þóra frá því þegar þau kynntust þegar þau voru táningar í sama vinahópnum í Garðabænum. „Bjarni bað mig um að byrja með sér í einhverju partýi og ég sagði nei. Svo tveimur dögum seinna þá sá ég nú svolítið eftir þessu, þannig ég bað frænku mína um að fara og spyrja Bjarna hvort hann meinti nú eitthvað með þessu og hvort þetta stæði ennþá til boða. Þannig við byrjuðum saman eftir það,“ segir Þóra um upphafið að þeirra ástarsögu. Það slitnaði þó upp úr sambandinu eins og gengur og gerist á unglingsárunum en það leið þó ekki nema rúmt ár þar til þau tóku saman á ný. „Bjarni var í Menntaskólanum í Reykjavík og ég var í Fjölbraut í Garðabæ. Hann var mjög mikið í íþróttum og ég var í dansi. Við vorum ekki alltaf að hittast og það voru auðvitað engir gsm símar. Ef ég ætlaði að hringja í Bjarna þá hringdi ég í heimasímann og mamma hans svaraði. Þetta var bara öðruvísi og stundum hittumst við bara um helgar.“ Fljótlega eftir framhaldsskóla eignuðust þau sitt fyrsta barn. Í dag eiga þau fjögur börn á tuttugu ára tímabili. Þóra segist hafa verið mikið ein með börnin og það hafi verið full vinna fyrir hana á tímabili. „Bjarni vinnur auðvitað rosalega mikið og það hefur tekið rosalega stóran bita af okkar lífi.“ „Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið“ Þóra segist vera orðin vön því að mæta ein í afmæli, út að borða, í leikhús eða jafnvel til útlanda. Það hafi komið fyrir oftar en einu sinni að þau Bjarni séu á leiðinni til útlanda en hann þurfi að hætta við á síðustu stundu vegna vinnu. „Þetta er bara endalaust og við gerum alltaf ráð fyrir því þegar við erum einhvers staðar að hann þurfi að fara og auðvitað getur þetta pirrað mig alveg rosalega. Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið því þetta er ekki auðvelt heimilislíf.“ „Maður venst þessu ekki en maður sættir sig svolítið við þetta, en ég hlakka til þegar þessu tímabili lýkur,“ segir Þóra. Bjarni segir að í starfi sínu sem ráðherra líði gjarnan dagar þar sem það er svo mikið að gera að hann nái ekki einu sinni að setjast niður við skrifborðið sitt. Þá daga getur farsíminn komið að góðum notum. Með honum nær Bjarni gjarnan að stýra hlutunum, senda mikilvæga tölvupósta eða jafnvel mæta á fundi. En þrátt fyrir að síminn sé gagnlegur, getur hann einnig verið til ama. „Við erum eiginlega þrjú í þessu sambandi. Það er ég, Þóra og síminn minn,“ viðurkennir Bjarni sem segist mega vera duglegri að leggja hann frá sér þegar hann kemur heim. „Síðan heyrist bara „ding-dong“ og þar stendur Bretinn spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku“ Þau Bjarni og Þóra segjast vera lítið fyrir klisjukennda rómantík en eru þó rómantísk hvort á sinn hátt. Þau eru miklir húmoristar, hlægja mikið saman og segjast ekki taka sér of hátíðlega. Í þættinum segja þau frá spauglegu atviki sem þau lentu í fyrir stuttu þegar þau höfðu boðið afar fáguðum, breskum ráðgjafa fjármálaráðuneytisins í matarboð en höfðu gleymt því. „Þetta var breskur ráðgjafi sem hafði verið okkur innan handar í undirbúningi við sölu á Íslandsbanka. Hann hafði oft komið og sinnt mikilvægum verkum fyrir okkur í ráðuneytinu. Ég hafði séð fyrir mér að við þyrftum að bjóða honum í mat. Þannig ég hringi í Guðmund, ráðuneytisstjórann minn, og sting upp á því að hann komi með Bretann í mat á sunnudaginn,“ segir Bjarni. Þegar sunnudagurinn rann upp ákváðu þau Bjarni og Þóra að skella sér í göngu úti á landi. Þau komu heim seinnipart sunnudags, dauðþreytt eftir gönguna. „Það var seríós á borðinu og það var allt í klessu. Þóra sofnar í sófanum ennþá í gönguskónum. Síðan heyrist bara „ding-dong“. Ég fer til dyra og þar stendur Bretinn, spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku.“ Í þættinum fá hlustendur að heyra hvernig Bjarna og Þóru tókst að skipta um föt og henda upp matarboði á nokkrum mínútum. Þá ræða þau einnig ömmu- og afahlutverkið, hvernig Bjarni byrjaði í pólitík, djúskúra og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Bjarna og Þóru í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Bjarni er fjármálaráðherra Íslands ásamt því að hafa verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009. Bjarni var í lögmennsku áður en hann sneri sér að pólitík en hann hefur verið alþingismaður frá árinu 2003. Betri helmingur Bjarna, Þóra Margrét , er mikill fagurkeri og hefur hjálpað fjölmörgum Íslendingum að fegra heimili sín. Hún hefur starfað sem hönnunarráðgjafi, ásamt því að sjá um stórt heimili þeirra Bjarna. Saman eiga þau fjögur börn en tuttugu ár eru á milli þess elsta og þess yngsta. Þau Bjarni og Þóra voru gestir í tuttugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Hafnaði Bjarna en snerist hugur Í þættinum segja þau Bjarni og Þóra frá því þegar þau kynntust þegar þau voru táningar í sama vinahópnum í Garðabænum. „Bjarni bað mig um að byrja með sér í einhverju partýi og ég sagði nei. Svo tveimur dögum seinna þá sá ég nú svolítið eftir þessu, þannig ég bað frænku mína um að fara og spyrja Bjarna hvort hann meinti nú eitthvað með þessu og hvort þetta stæði ennþá til boða. Þannig við byrjuðum saman eftir það,“ segir Þóra um upphafið að þeirra ástarsögu. Það slitnaði þó upp úr sambandinu eins og gengur og gerist á unglingsárunum en það leið þó ekki nema rúmt ár þar til þau tóku saman á ný. „Bjarni var í Menntaskólanum í Reykjavík og ég var í Fjölbraut í Garðabæ. Hann var mjög mikið í íþróttum og ég var í dansi. Við vorum ekki alltaf að hittast og það voru auðvitað engir gsm símar. Ef ég ætlaði að hringja í Bjarna þá hringdi ég í heimasímann og mamma hans svaraði. Þetta var bara öðruvísi og stundum hittumst við bara um helgar.“ Fljótlega eftir framhaldsskóla eignuðust þau sitt fyrsta barn. Í dag eiga þau fjögur börn á tuttugu ára tímabili. Þóra segist hafa verið mikið ein með börnin og það hafi verið full vinna fyrir hana á tímabili. „Bjarni vinnur auðvitað rosalega mikið og það hefur tekið rosalega stóran bita af okkar lífi.“ „Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið“ Þóra segist vera orðin vön því að mæta ein í afmæli, út að borða, í leikhús eða jafnvel til útlanda. Það hafi komið fyrir oftar en einu sinni að þau Bjarni séu á leiðinni til útlanda en hann þurfi að hætta við á síðustu stundu vegna vinnu. „Þetta er bara endalaust og við gerum alltaf ráð fyrir því þegar við erum einhvers staðar að hann þurfi að fara og auðvitað getur þetta pirrað mig alveg rosalega. Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið því þetta er ekki auðvelt heimilislíf.“ „Maður venst þessu ekki en maður sættir sig svolítið við þetta, en ég hlakka til þegar þessu tímabili lýkur,“ segir Þóra. Bjarni segir að í starfi sínu sem ráðherra líði gjarnan dagar þar sem það er svo mikið að gera að hann nái ekki einu sinni að setjast niður við skrifborðið sitt. Þá daga getur farsíminn komið að góðum notum. Með honum nær Bjarni gjarnan að stýra hlutunum, senda mikilvæga tölvupósta eða jafnvel mæta á fundi. En þrátt fyrir að síminn sé gagnlegur, getur hann einnig verið til ama. „Við erum eiginlega þrjú í þessu sambandi. Það er ég, Þóra og síminn minn,“ viðurkennir Bjarni sem segist mega vera duglegri að leggja hann frá sér þegar hann kemur heim. „Síðan heyrist bara „ding-dong“ og þar stendur Bretinn spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku“ Þau Bjarni og Þóra segjast vera lítið fyrir klisjukennda rómantík en eru þó rómantísk hvort á sinn hátt. Þau eru miklir húmoristar, hlægja mikið saman og segjast ekki taka sér of hátíðlega. Í þættinum segja þau frá spauglegu atviki sem þau lentu í fyrir stuttu þegar þau höfðu boðið afar fáguðum, breskum ráðgjafa fjármálaráðuneytisins í matarboð en höfðu gleymt því. „Þetta var breskur ráðgjafi sem hafði verið okkur innan handar í undirbúningi við sölu á Íslandsbanka. Hann hafði oft komið og sinnt mikilvægum verkum fyrir okkur í ráðuneytinu. Ég hafði séð fyrir mér að við þyrftum að bjóða honum í mat. Þannig ég hringi í Guðmund, ráðuneytisstjórann minn, og sting upp á því að hann komi með Bretann í mat á sunnudaginn,“ segir Bjarni. Þegar sunnudagurinn rann upp ákváðu þau Bjarni og Þóra að skella sér í göngu úti á landi. Þau komu heim seinnipart sunnudags, dauðþreytt eftir gönguna. „Það var seríós á borðinu og það var allt í klessu. Þóra sofnar í sófanum ennþá í gönguskónum. Síðan heyrist bara „ding-dong“. Ég fer til dyra og þar stendur Bretinn, spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku.“ Í þættinum fá hlustendur að heyra hvernig Bjarna og Þóru tókst að skipta um föt og henda upp matarboði á nokkrum mínútum. Þá ræða þau einnig ömmu- og afahlutverkið, hvernig Bjarni byrjaði í pólitík, djúskúra og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Bjarna og Þóru í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira