Lífeyrissjóðir bæta við sig í Bláa lóninu og hafa trú á enn frekari vexti Hörður Ægisson skrifar 16. september 2021 08:51 Tveir af stærri hluthöfum Bláa lónsins hafa selt öll bréf sín í fyrirtækinu á skömmum tíma. Hópur íslenskra lífeyrissjóða kláraði formlega í lok síðustu viku kaup á 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu fyrir 25 milljónir evra, jafnvirði um 3,8 milljarða íslenskra króna. Seljandi bréfanna, eins og Vísir hafði áður upplýst um, er eignarhaldsfélagið Saffron Holding sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar en kaupferlið hafði staðið yfir síðan í lok júní. Fyrir kaupin áttu lífeyrissjóðirnir, í gegnum samlagshlutafélagið Blávarmi, um 30 prósenta hlut í Bláa lóninu en fara núna með liðlega 36,2 prósenta hlut í þessu eina verðmætasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Samkvæmt viðskiptunum er Bláa lónið því verðmetið á samtals um 61 milljarð króna en Vísir greindi frá því 7. september síðastliðinn að lífeyrissjóðirnir hefðu náð samkomulagi um að kaupa hlut Sigurðar fyrir 25 milljónir evra. Í tilkynningu frá stjórn Blávarma kemur fram í tilefni kaupanna að það sé mat hennar að Bláa lónið hafi tækifæri til enn frekari vaxtar í framtíðinni og verði áfram einn eftirsóttasti áfangastaður erlendra ferðamanna hér á landi. „Það mat byggir meðal annars á sterku alþjóðlegu vörumerki sem starfsmönnum og stjórnendum Bláa Lónsins hefur tekist að byggja upp farsællega undanfarin ár. Nýafstaðin kaup Blávarma eru því staðfesting á þeirri trú sem félagið hefur á framtíð Bláa Lónsins og íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Greint frá því í lok síðasta mánaðar að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, hefði selt allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða. Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður Arngrímsson hefur meðal annars einnig verið í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa og útgáfufélagi Fréttablaðsins. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Metið á 50 milljarða árið 2019 Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning. Stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Lífeyrissjóðir Bláa lónið Tengdar fréttir Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. 7. september 2021 16:36 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Seljandi bréfanna, eins og Vísir hafði áður upplýst um, er eignarhaldsfélagið Saffron Holding sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar en kaupferlið hafði staðið yfir síðan í lok júní. Fyrir kaupin áttu lífeyrissjóðirnir, í gegnum samlagshlutafélagið Blávarmi, um 30 prósenta hlut í Bláa lóninu en fara núna með liðlega 36,2 prósenta hlut í þessu eina verðmætasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Samkvæmt viðskiptunum er Bláa lónið því verðmetið á samtals um 61 milljarð króna en Vísir greindi frá því 7. september síðastliðinn að lífeyrissjóðirnir hefðu náð samkomulagi um að kaupa hlut Sigurðar fyrir 25 milljónir evra. Í tilkynningu frá stjórn Blávarma kemur fram í tilefni kaupanna að það sé mat hennar að Bláa lónið hafi tækifæri til enn frekari vaxtar í framtíðinni og verði áfram einn eftirsóttasti áfangastaður erlendra ferðamanna hér á landi. „Það mat byggir meðal annars á sterku alþjóðlegu vörumerki sem starfsmönnum og stjórnendum Bláa Lónsins hefur tekist að byggja upp farsællega undanfarin ár. Nýafstaðin kaup Blávarma eru því staðfesting á þeirri trú sem félagið hefur á framtíð Bláa Lónsins og íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Greint frá því í lok síðasta mánaðar að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, hefði selt allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða. Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður Arngrímsson hefur meðal annars einnig verið í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa og útgáfufélagi Fréttablaðsins. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Metið á 50 milljarða árið 2019 Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning. Stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut.
Lífeyrissjóðir Bláa lónið Tengdar fréttir Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. 7. september 2021 16:36 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. 7. september 2021 16:36