Oddvitaáskorunin: Braust inn og skildi eftir blóm Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2021 21:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Stefán Vagn Stefánsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Stefán Vagn Stefánsson og skipa fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2021. Ég er sonur Stefáns Guðmundssonar og Hrafnhildar Stefánsdóttur frá Sauðárkróki og er giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur félagsráðgjafa. Við eigum þrjú börn, þau Söru Líf, Atla Dag og Sigríði Hrafnhildi. Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og bjó þar til 25 ára aldurs þar til ég hélt til höfuðborgarinnar til frekara náms og starfa. Í dag starfa ég sem yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra og hef unnið þar síðan árið 2008. Fyrir þann tíma vann ég í lögreglunni í Reykjavík frá 1997, en frá árinu 2000 var ég í sérsveit Ríkislögreglustjóra og frá 2007 til 2008 hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Árið 2006 fór ég til Afganistan á vegum utanríkisráðuneytisins sem friðargæsluliði og var þar til ársins 2007. Á þessum 23 árum í lögreglunni hef ég tekist á við mjög erfið og krefjandi verkefni. Ég mun alla tíð búa að þeirri reynslu sem þau hafa fært mér og hún hefur nýst mér í fjölmörgum verkefnum sem ég hef tekist á við á öðrum vettvangi, þ.á.m. stjórnmálum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum og hef sterkar skoðanir sem ég er ekki hræddur við að láta í ljós. Árið 2010 gafst mér tækifæri til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningar og ég hef verið oddviti flokksins síðan þá, eða í um 11 ár. Allt það tímabil höfum við Framsóknarmenn verið í meirihluta. Ég hef starfað sem formaður byggðarráðs sveitarfélagsins frá 2010 til 2020 og gegni nú stöðu forseta sveitarstjórnar. Ég hef starfað í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á þessu tímabili og verið formaður þeirra samtaka í tvö ár. Í síðustu alþingiskosningum var í 3. sæti á lista Framsóknar og hef verið varaþingmaður þetta kjörtímabil. Einnig hef ég verið formaður flóttamannaráðs frá því 2018. Ég hef mikinn metnað til að vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem okkar bíða í Norðvesturkjördæmi en verkefnalistinn er langur og verkefnin fjölbreytt enda aðstæður og áherslur ólíkar á milli svæða. Reynsla mín úr sveitarstjórnarmálum mun án efa nýtast vel í verkefnum á Alþingi Íslendinga, fái ég stuðning til þess að sinna þeim. Ekki síður skiptir máli sú innsýn sem ég hef fengið í hlutverk þeirrar mikilvægu stoðar sem löggæsla og almannavarnir eru í samfélaginu. Ég tel mig hafa sýnt það á ellefu árum í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að í mér býr kraftur og áræðni til að koma verkum áfram og mun ég halda því áfram fyrir íbúa Norðvesturkjördæmis.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Drangey. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðaref- fæ mér shake með karamellubragði. Uppáhalds bók? Saga Framsóknarflokksins. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Jeg ringe pa fredag – Sven Ingvars. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Selfossi. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Var duglegur að smíða og viðhalda húsinu. Hvað tekur þú í bekk? 85 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Lögreglustarfið. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta ekki orðið gott hr. Kim? Uppáhalds tónlistarmaður? Sverrir Bergmann. Besti fimmaurabrandarinn? Tveir vinir voru úti í slæmu veðri og þeim var orðið mjög kalt og annar farinn að kvarta mjög undan kulda. Þá svaraði hinn – farðu út í horn það er 90 gráður. Ein sterkasta minningin úr æsku? Að bíða eftir bróður mínum eftir fótboltaæfingu og fá Coce og prinspólo á Bláfelli. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Pabbi – Stefán Guðmundsson. Besta íslenska Eurovision-lagið? Eitt lag enn. Besta frí sem þú hefur farið í? Fjölskyldufrí til Tenerife. Uppáhalds þynnkumatur? Beikonborgari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og ofnanir. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar við vinirnir tókum okkur frí í ansi marga tíma til að horfa á Kúvæt stríðið í beinni útsendingu. Rómantískasta uppátækið? þegar við Hrafnhildur (sem er konan mín í dag) vorum að byrja saman þá braust ég inn til hennar til að skilja eftir blóm á á eldhúsborðinu. Það virkaði svo vel að við erum en saman 26 árum seinna. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Stefán Vagn Stefánsson og skipa fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2021. Ég er sonur Stefáns Guðmundssonar og Hrafnhildar Stefánsdóttur frá Sauðárkróki og er giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur félagsráðgjafa. Við eigum þrjú börn, þau Söru Líf, Atla Dag og Sigríði Hrafnhildi. Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og bjó þar til 25 ára aldurs þar til ég hélt til höfuðborgarinnar til frekara náms og starfa. Í dag starfa ég sem yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra og hef unnið þar síðan árið 2008. Fyrir þann tíma vann ég í lögreglunni í Reykjavík frá 1997, en frá árinu 2000 var ég í sérsveit Ríkislögreglustjóra og frá 2007 til 2008 hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Árið 2006 fór ég til Afganistan á vegum utanríkisráðuneytisins sem friðargæsluliði og var þar til ársins 2007. Á þessum 23 árum í lögreglunni hef ég tekist á við mjög erfið og krefjandi verkefni. Ég mun alla tíð búa að þeirri reynslu sem þau hafa fært mér og hún hefur nýst mér í fjölmörgum verkefnum sem ég hef tekist á við á öðrum vettvangi, þ.á.m. stjórnmálum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum og hef sterkar skoðanir sem ég er ekki hræddur við að láta í ljós. Árið 2010 gafst mér tækifæri til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningar og ég hef verið oddviti flokksins síðan þá, eða í um 11 ár. Allt það tímabil höfum við Framsóknarmenn verið í meirihluta. Ég hef starfað sem formaður byggðarráðs sveitarfélagsins frá 2010 til 2020 og gegni nú stöðu forseta sveitarstjórnar. Ég hef starfað í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á þessu tímabili og verið formaður þeirra samtaka í tvö ár. Í síðustu alþingiskosningum var í 3. sæti á lista Framsóknar og hef verið varaþingmaður þetta kjörtímabil. Einnig hef ég verið formaður flóttamannaráðs frá því 2018. Ég hef mikinn metnað til að vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem okkar bíða í Norðvesturkjördæmi en verkefnalistinn er langur og verkefnin fjölbreytt enda aðstæður og áherslur ólíkar á milli svæða. Reynsla mín úr sveitarstjórnarmálum mun án efa nýtast vel í verkefnum á Alþingi Íslendinga, fái ég stuðning til þess að sinna þeim. Ekki síður skiptir máli sú innsýn sem ég hef fengið í hlutverk þeirrar mikilvægu stoðar sem löggæsla og almannavarnir eru í samfélaginu. Ég tel mig hafa sýnt það á ellefu árum í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að í mér býr kraftur og áræðni til að koma verkum áfram og mun ég halda því áfram fyrir íbúa Norðvesturkjördæmis.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Drangey. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðaref- fæ mér shake með karamellubragði. Uppáhalds bók? Saga Framsóknarflokksins. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Jeg ringe pa fredag – Sven Ingvars. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Selfossi. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Var duglegur að smíða og viðhalda húsinu. Hvað tekur þú í bekk? 85 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Lögreglustarfið. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta ekki orðið gott hr. Kim? Uppáhalds tónlistarmaður? Sverrir Bergmann. Besti fimmaurabrandarinn? Tveir vinir voru úti í slæmu veðri og þeim var orðið mjög kalt og annar farinn að kvarta mjög undan kulda. Þá svaraði hinn – farðu út í horn það er 90 gráður. Ein sterkasta minningin úr æsku? Að bíða eftir bróður mínum eftir fótboltaæfingu og fá Coce og prinspólo á Bláfelli. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Pabbi – Stefán Guðmundsson. Besta íslenska Eurovision-lagið? Eitt lag enn. Besta frí sem þú hefur farið í? Fjölskyldufrí til Tenerife. Uppáhalds þynnkumatur? Beikonborgari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og ofnanir. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar við vinirnir tókum okkur frí í ansi marga tíma til að horfa á Kúvæt stríðið í beinni útsendingu. Rómantískasta uppátækið? þegar við Hrafnhildur (sem er konan mín í dag) vorum að byrja saman þá braust ég inn til hennar til að skilja eftir blóm á á eldhúsborðinu. Það virkaði svo vel að við erum en saman 26 árum seinna.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira