Oddvitaáskorunin: Rak Blómabúð í Reykjavík og ísbúð á Benidorm Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2021 15:00 Helga Thorberg er sérfræðingur þegar kemur að blómaskreytingum og mikill náttúruunnandi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál! Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál!
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira