MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2021 11:23 Höfuðstöðvar Mjólkursamsölunnar. Vísir/Vilhelm Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinu - Samkeppni lifi“. Á forsíðu blaðsins var stór mynd af Ólafi M. Magnússyni, fyrrverandi eiganda Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú, og meðal annars haft eftir honum að honum hefði létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðum Samkeppniseftirlitsins í vor um brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum. Í blaðinu var einnig rætt við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, undir fyrirsögninni „Samkeppni er drifkraftur nýsköpunar“ og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra Örnu í Bolungarvík, undir fyrirsögninni „Við í Örnu fögnum aukinni samkeppni“. Þá var rætt við Pál Gunnar, Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, sem allir fóru fögrum orðum um innreið Mjólku á mjólkurmarkaðinn. Ein greinin í blaðinu bar fyrirsögnina „Mjólkurbændur - þrælar einokunar“. Veki spurningar um hæfi eftirlitsins „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er itl meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Fram kemur í tilkynningunni að til standi að svara umræddum rangfærslum síðar. Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Á forsíðu blaðsins var stór mynd af Ólafi M. Magnússyni, fyrrverandi eiganda Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú, og meðal annars haft eftir honum að honum hefði létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðum Samkeppniseftirlitsins í vor um brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum. Í blaðinu var einnig rætt við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, undir fyrirsögninni „Samkeppni er drifkraftur nýsköpunar“ og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra Örnu í Bolungarvík, undir fyrirsögninni „Við í Örnu fögnum aukinni samkeppni“. Þá var rætt við Pál Gunnar, Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, sem allir fóru fögrum orðum um innreið Mjólku á mjólkurmarkaðinn. Ein greinin í blaðinu bar fyrirsögnina „Mjólkurbændur - þrælar einokunar“. Veki spurningar um hæfi eftirlitsins „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er itl meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Fram kemur í tilkynningunni að til standi að svara umræddum rangfærslum síðar.
Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira