UNICEF afhjúpar táknræna útstillingu fyrir tapaðar skólastundir barna Heimsljós 17. september 2021 15:20 UNICEF Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, afhjúpaði í dag táknræna útstillingu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York sem telur klukkustundir af kennslu sem börn hafa tapað vegna heimsfaraldurs COVID-19. Verkið ber yfirskriftina „Við megum engan tíma missa“ („No Time to Lose“). "Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu eigin persónu í skólastofum vegna heimsfaraldurs COVID-19 og skólalokana. Fyrir vikið hafa börn orðið af mikilvægri menntun og öðrum jákvæðum og uppbyggilegum tengslum við skóla. Því lengra sem líður eykst hættan á að mörg þessara barna snúi ekki aftur í skóla, verði send út að vinna eða gift barnung. Framtíð þeirra er í húfi," segir í frétt frá UNICEF. Að þessu tilefni hefur UNICEF stillt upp stórri klukku, sem lítur út eins og krítartafla í tómri kennslustofu, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og sýnir í rauntíma áætlaðar stundir af kennslu sem tapast hafa. Í kennslustofunni eru 18 tóm skrifborð, eitt fyrir hvern mánuð sem heimsfaraldurinn hefur raskað skólastarfi um allan heim. 76. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í dag og er útstillingunni ætlað að brýna fyrir þjóðarleiðtogum frá öllum heimshornum mikilvægi þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar í heimsfaraldrinum. Heil kynslóð svikin um tækifæri „Við erum að snuða heila kynslóð og framtíð þeirra hangir á bláþræði fyrir vikið. Við verðum að setja enduropnun skóla í forgang og styðja við þau sem af mestu hafa orðið. Við megum engan tíma missa,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í tilkynningu. Á heimsvísu hafa um 131 milljón skólabarna orðið af þremur fjórðu af námi sínu með viðveru í kennslustofu frá mars 2020 til september 2021. Af þeim hafa 77 milljónir orðið af nær öllu sínu námi í eigin persónu. Um 27 prósent þjóða búa enn við að skólar séu ýmist að fullu eða að hluta lokaðir vegna faraldursins. Samkvæmt nýjustu tölum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, búa 870 milljónir nemenda á öllum stigum við einhvers konar röskun á námi sínu. Hver kennslustund dýrmæt UNICEF ítrekar áskorun sína til stjórnvalda, hvar svo sem þau eru í veröldinni, að opna skóla á ný eins fljótt og auðið er og taka nauðsynleg skref til að tryggja óraskaða kennslu í skólum með viðeigandi sóttvörnum. „Hver klukkustund sem barn ver í skólastofu er dýrmæt. Hún er tækifæri til að víkka sjóndeildarhring þeirra og hámarka hæfileika þeirra,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „1,8 billjónir klukkustunda er óskiljanlega mikill tími. Það er sömuleiðis óskiljanlegt að forgangsraða ekki aðgerðum vegna COVID-19 í þágu barna og framtíðar þeirra. Við verðum að opna þessa lokuðu skóla eins fljótt og hægt er. Klukkan tifar.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, afhjúpaði í dag táknræna útstillingu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York sem telur klukkustundir af kennslu sem börn hafa tapað vegna heimsfaraldurs COVID-19. Verkið ber yfirskriftina „Við megum engan tíma missa“ („No Time to Lose“). "Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu eigin persónu í skólastofum vegna heimsfaraldurs COVID-19 og skólalokana. Fyrir vikið hafa börn orðið af mikilvægri menntun og öðrum jákvæðum og uppbyggilegum tengslum við skóla. Því lengra sem líður eykst hættan á að mörg þessara barna snúi ekki aftur í skóla, verði send út að vinna eða gift barnung. Framtíð þeirra er í húfi," segir í frétt frá UNICEF. Að þessu tilefni hefur UNICEF stillt upp stórri klukku, sem lítur út eins og krítartafla í tómri kennslustofu, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og sýnir í rauntíma áætlaðar stundir af kennslu sem tapast hafa. Í kennslustofunni eru 18 tóm skrifborð, eitt fyrir hvern mánuð sem heimsfaraldurinn hefur raskað skólastarfi um allan heim. 76. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í dag og er útstillingunni ætlað að brýna fyrir þjóðarleiðtogum frá öllum heimshornum mikilvægi þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar í heimsfaraldrinum. Heil kynslóð svikin um tækifæri „Við erum að snuða heila kynslóð og framtíð þeirra hangir á bláþræði fyrir vikið. Við verðum að setja enduropnun skóla í forgang og styðja við þau sem af mestu hafa orðið. Við megum engan tíma missa,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í tilkynningu. Á heimsvísu hafa um 131 milljón skólabarna orðið af þremur fjórðu af námi sínu með viðveru í kennslustofu frá mars 2020 til september 2021. Af þeim hafa 77 milljónir orðið af nær öllu sínu námi í eigin persónu. Um 27 prósent þjóða búa enn við að skólar séu ýmist að fullu eða að hluta lokaðir vegna faraldursins. Samkvæmt nýjustu tölum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, búa 870 milljónir nemenda á öllum stigum við einhvers konar röskun á námi sínu. Hver kennslustund dýrmæt UNICEF ítrekar áskorun sína til stjórnvalda, hvar svo sem þau eru í veröldinni, að opna skóla á ný eins fljótt og auðið er og taka nauðsynleg skref til að tryggja óraskaða kennslu í skólum með viðeigandi sóttvörnum. „Hver klukkustund sem barn ver í skólastofu er dýrmæt. Hún er tækifæri til að víkka sjóndeildarhring þeirra og hámarka hæfileika þeirra,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „1,8 billjónir klukkustunda er óskiljanlega mikill tími. Það er sömuleiðis óskiljanlegt að forgangsraða ekki aðgerðum vegna COVID-19 í þágu barna og framtíðar þeirra. Við verðum að opna þessa lokuðu skóla eins fljótt og hægt er. Klukkan tifar.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent