Hláturinn bergmálaði um allt Borgarleikhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. september 2021 14:30 Högni, Alma, Joey Christ og Kári voru spennt fyrir frumsýningunni. Joey, sem heitir fullu nafni Jóhann Kristófer Stefánsson, er sviðshönnuður sýningarinnar. Vísir/Elín Guðmunds Leikverkið Þétting hryggðar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi Verkið er brjálæðislega hnyttið, skemmtilegt og um fram allt vel leikið. Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds
Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04
Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02
Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31