Okkar ofurkraftur Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 20. september 2021 10:31 Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Sjá meira
Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun