„Starfsfólkið skapar velgengnina“ HR Monitor 20. september 2021 13:00 Þórsteinn Ágústsson framkvæmdastjóri Sólar hefur sinnt nær öllum störfum innan fyrirtækisins frá því hann hóf þar störf árið 2002. Niðurstöður mælinga HR Monitor hafa gefið þeim hjá Sólar dýrmætar upplýsingar sem þau hafa nýtt sem tækifæri til að styrkja fyrirtækið. Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar hefur unnið í fyrirtækinu síðan árið 2002. Fyrst um sinn við að aðstoða Einar Ólafsson heitinn, stofnanda Sólar, en síðan þá hefur Þórsteinn sinnt nær öllum störfum sem finnast innanhúss hjá þeim. Í fjórtán ár hefur hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Saga hans innan fyrirtækisins hefur mótað nálgun hans sem framkvæmdastjóri. „Ætli það sé ekki ákveðin virðing fyrir öllum störfum innan fyrirtækisins, að öll störf séu mikilvæg.“ Á þessu tímabili hefur Þórsteinn einnig farið í MBA nám sem hann telur hafa skilað sér vel. Þórsteinn hefur ríka reynslu af ýmsu tengt rekstri fyrirtækja, en líka öðru sem gefur lífinu lit eins og tónlist og hreyfing. „Ég hef lagt stund á píanó nám undanfarin tíu ár auk þess að syngja í hinum ýmsu kórum. Ofarlega á lista eru líka útihlaup, hjólreiðar, fjallgöngur og sund. Ég hef tekið þátt í allskyns keppnum þessu tengdu, keppt í maraþonhlaupum, Laugavegshlaupinu og tekið járnkall í Barcelona.“ Þórsteinn stundar útivist og hefur meðal annars keppt í langhlaupum og hjólreiðum. Áhersla á umhverfismál frá upphafi Sólar hefur lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum, sem hafa verið áherslumál hjá fyrirtækinu frá upphafi. „Við höfum ætíð verið leiðandi í umhverfismálum. Við vorum til dæmis fyrst ræstingafyrirtækja til að fá Svansvottun. Auk þess höfum við verið fyrst til að taka upp allskyns umhverfisvænni aðferðir sem aðrir hafa síðan fylgt í kjölfarið.“ Þórsteinn telur samfélagsábyrgð mjög mikilvæga fyrir fyrirtæki. „Það er nauðsynlegt að allir sýni ábyrgð á sínum gjörðum í þessum heimi og fyrirtæki eru þar ekkert undanskilin.“ Hvernig myndirðu lýsa Sólar sem fyrirtæki? „Ég myndi lýsa því sem jákvæðu, dýnamísku fyrirtæki sem er fullt af duglegu og samviskusömu fólki að vinna þjóðþrifaverk.“ Jákvætt og sanngjarnt starfsumhverfi Þórsteinn telur margt nauðsynlegt fyrir fyrirtæki til að blómstra, og að starfsfólkið sé þar lykilatriði. „Það þarf fyrst og fremst að uppfylla einhverja þörf á markaðnum og einhver verður að vilja kaupa vörur eða þjónustu fyrirtækisins. En að öðru leiti er það auðvitað fólkið sem starfar þar sem skapar velgengnina.“ Hjá Sólar er mjög mikilvægt að skapa jákvætt og sanngjarnt starfsumhverfi. „Það skiptir mjög miklu máli að huga að mannauðinum. Sérstaklega þar sem við erum þjónustufyrirtæki og mannauðurinn skiptir skiljanlega mestu máli í allri þjónustu.“ Hverjar eru ykkar helstu áherslur í mannauðsmálum? „Að starfsfólkið okkar beri traust til fyrirtækisins og að Sólar sé ákjósanlegur vinnustaður. Við viljum einnig hafa jákvætt andrúmsloft og að starfsfólk beri virðingu hvert fyrir öðru óháð hvaða starfi það sinnir hjá Sólar.“ Taka púlsinn með HR Monitor Þórsteinn útskýrir að starfsfólk Sólar starfi víðs vegar um landið og komi því sjaldan í höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði. „Við höfðum því litla yfirsýn yfir líðan starfsfólks í vinnu og viðhorf til fyrirtækisins fyrir utan það sem við heyrðum óformlega frá starfsfólki. Það var ein helsta ástæðan fyrir því að við fórum að nota HR Monitor. Með reglulegum mælingum getum við nú tekið púlsinn hjá starfsfólki og höfum því meiri upplýsingar til að meta líðan og viðhorf.“ Sólar hófu að nota HR Monitor árið 2020 en áður höfðu þau gert árlegar kannanir á líðan starfsfólks. „Okkur langaði til að fá betri og reglulegri innsýn inn í hvernig starfsfólki okkar liði.“ Hann talar um að margt áhugavert hafi komið í ljós við mælingarnar. „Starfsánægja meðal starfsfólks við ræstingar er til dæmis meiri en við héldum. Það kom ánægjulega á óvart.“ Niðurstöður mælinga HR Monitor hafa gefið þeim hjá Sólar dýrmætar upplýsingar sem þau hafa nýtt sem tækifæri til að styrkja fyrirtækið. „Nú erum við búin að nota HR Monitor í rúmlega ár og erum farin að sjá ákveðin mynstur í mælingunum sem gefa okkur upplýsingar um hvar breytinga er þörf. Í mælingum kom í ljós að einn hópur innan fyrirtækis virtist óánægðari en aðrir með ýmsa þætti, til að mæta þessu er búið að ráða inn viðbótar stjórnanda í þann hóp.“ Mannauðsmál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar hefur unnið í fyrirtækinu síðan árið 2002. Fyrst um sinn við að aðstoða Einar Ólafsson heitinn, stofnanda Sólar, en síðan þá hefur Þórsteinn sinnt nær öllum störfum sem finnast innanhúss hjá þeim. Í fjórtán ár hefur hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Saga hans innan fyrirtækisins hefur mótað nálgun hans sem framkvæmdastjóri. „Ætli það sé ekki ákveðin virðing fyrir öllum störfum innan fyrirtækisins, að öll störf séu mikilvæg.“ Á þessu tímabili hefur Þórsteinn einnig farið í MBA nám sem hann telur hafa skilað sér vel. Þórsteinn hefur ríka reynslu af ýmsu tengt rekstri fyrirtækja, en líka öðru sem gefur lífinu lit eins og tónlist og hreyfing. „Ég hef lagt stund á píanó nám undanfarin tíu ár auk þess að syngja í hinum ýmsu kórum. Ofarlega á lista eru líka útihlaup, hjólreiðar, fjallgöngur og sund. Ég hef tekið þátt í allskyns keppnum þessu tengdu, keppt í maraþonhlaupum, Laugavegshlaupinu og tekið járnkall í Barcelona.“ Þórsteinn stundar útivist og hefur meðal annars keppt í langhlaupum og hjólreiðum. Áhersla á umhverfismál frá upphafi Sólar hefur lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum, sem hafa verið áherslumál hjá fyrirtækinu frá upphafi. „Við höfum ætíð verið leiðandi í umhverfismálum. Við vorum til dæmis fyrst ræstingafyrirtækja til að fá Svansvottun. Auk þess höfum við verið fyrst til að taka upp allskyns umhverfisvænni aðferðir sem aðrir hafa síðan fylgt í kjölfarið.“ Þórsteinn telur samfélagsábyrgð mjög mikilvæga fyrir fyrirtæki. „Það er nauðsynlegt að allir sýni ábyrgð á sínum gjörðum í þessum heimi og fyrirtæki eru þar ekkert undanskilin.“ Hvernig myndirðu lýsa Sólar sem fyrirtæki? „Ég myndi lýsa því sem jákvæðu, dýnamísku fyrirtæki sem er fullt af duglegu og samviskusömu fólki að vinna þjóðþrifaverk.“ Jákvætt og sanngjarnt starfsumhverfi Þórsteinn telur margt nauðsynlegt fyrir fyrirtæki til að blómstra, og að starfsfólkið sé þar lykilatriði. „Það þarf fyrst og fremst að uppfylla einhverja þörf á markaðnum og einhver verður að vilja kaupa vörur eða þjónustu fyrirtækisins. En að öðru leiti er það auðvitað fólkið sem starfar þar sem skapar velgengnina.“ Hjá Sólar er mjög mikilvægt að skapa jákvætt og sanngjarnt starfsumhverfi. „Það skiptir mjög miklu máli að huga að mannauðinum. Sérstaklega þar sem við erum þjónustufyrirtæki og mannauðurinn skiptir skiljanlega mestu máli í allri þjónustu.“ Hverjar eru ykkar helstu áherslur í mannauðsmálum? „Að starfsfólkið okkar beri traust til fyrirtækisins og að Sólar sé ákjósanlegur vinnustaður. Við viljum einnig hafa jákvætt andrúmsloft og að starfsfólk beri virðingu hvert fyrir öðru óháð hvaða starfi það sinnir hjá Sólar.“ Taka púlsinn með HR Monitor Þórsteinn útskýrir að starfsfólk Sólar starfi víðs vegar um landið og komi því sjaldan í höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði. „Við höfðum því litla yfirsýn yfir líðan starfsfólks í vinnu og viðhorf til fyrirtækisins fyrir utan það sem við heyrðum óformlega frá starfsfólki. Það var ein helsta ástæðan fyrir því að við fórum að nota HR Monitor. Með reglulegum mælingum getum við nú tekið púlsinn hjá starfsfólki og höfum því meiri upplýsingar til að meta líðan og viðhorf.“ Sólar hófu að nota HR Monitor árið 2020 en áður höfðu þau gert árlegar kannanir á líðan starfsfólks. „Okkur langaði til að fá betri og reglulegri innsýn inn í hvernig starfsfólki okkar liði.“ Hann talar um að margt áhugavert hafi komið í ljós við mælingarnar. „Starfsánægja meðal starfsfólks við ræstingar er til dæmis meiri en við héldum. Það kom ánægjulega á óvart.“ Niðurstöður mælinga HR Monitor hafa gefið þeim hjá Sólar dýrmætar upplýsingar sem þau hafa nýtt sem tækifæri til að styrkja fyrirtækið. „Nú erum við búin að nota HR Monitor í rúmlega ár og erum farin að sjá ákveðin mynstur í mælingunum sem gefa okkur upplýsingar um hvar breytinga er þörf. Í mælingum kom í ljós að einn hópur innan fyrirtækis virtist óánægðari en aðrir með ýmsa þætti, til að mæta þessu er búið að ráða inn viðbótar stjórnanda í þann hóp.“
Mannauðsmál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira