Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. september 2021 14:01 Kadesh Orin einn af þeim sem stendur fyrir einum stærsta tantra viðburði á Íslandi, Wild Love Tantra, svarar spurningum Makamála. Samsett mynd Tantra? Hvað er eiginlega þetta tantra? Erum við Íslendingar með fordóma fyrir trantrafræðum eða erum við kannski forvitin? Fyrir þá sem hafa áhuga og eru forvitnir er tækifæri næstu daga til að sökkva sér djúpt í tantrafræðin á fyrsta stóra tantra viðburðinum sem haldinn hefur verið á Íslandi, Wild Love Tantra. Viðburðurinn verður haldinn dagana 23.-26. september og enn er hægt að skrá sig til leiks. Þeir sem sækja viðburðinn geta valið úr fjölda vinnustofa þar sem meðal annars verður boðið upp handleiðslu í örvandi nuddi, dansi, jóga, hugleiðslu og það sem kallast lingam og yoni nudd, svo eitthvað sé nefnt. Yfir þrjátíu leiðbeinendur verða með vinnustofur á viðburðinum og kemur helmingur leiðbeinendanna erlendis frá. Makamál tóku tal af Kadesh Orin, sem er einn af þeim sem standa á bak við viðburðinn, og spurðu hann nánar út í Wild Love Tantra. Hreyfing sem stendur fyrir frelsi og ást Kadesh er 41 árs gamall, fæddur í Hollandi en hefur búið mestan hluta ævi sinnar í Ísrael. Hann hefur unnið sem heildrænn heilari og handleiðari í tuttugu ár og hefur mikinn á huga á heimspeki sem snýr að vitundinni, hvað hún er og hvernig hún verður til. „Hef stundað hugleiðslu í um 27 ár og stundað tantra í 24 ár. Ég hef bæði stundað nám í sálfræði og hugrænum vísindum (cognitive sciences) og búið í nokkrum jógasetrum (Ashrams og Yeshivas) þar sem ég hef lært af öðrum kennurum.“ Kadesh segir Wild Love Tantra vera part af stærri hreyfingu sem nú er haldin í fyrsta skipti á Íslandi. “Wild Love er alþjóðleg hreyfing sem fagnar tilkomu skammarlausrar menningar þar sem við lifum í ást og frelsi. Alheimssálin er á hreyfingu og í miðju umbreytingarferli innan siðmenningar okkar. Wild Love er að kynna þriðju leiðina til þess að takast á við þær breytingar sem eru að gerast í heiminum í dag sem fer út fyrir það að annað hvort þurfum við að halda öllu eins og það er eða að algjörlega kúvenda öllu sem við þekkjum. Hreyfingin stendur fyrir frelsi og fyrir ástina. Það er enginn einn leiðtogi og engin ein rétt leið til þess að gera hlutina. Yoni og lingam vinnustofur Það er mikil og þétt dagskrá þessa daga og þrjár til fjórar vinnustofur í gangi á sama tíma. „Þá verður fólk að velja á milli. Vinnustofurnar eru mjög fjölbreyttar og eru til þess gerðar að fólk geti kannað nýjar víddir hjá sjálfum sér með handleiðslu.“ Til að nefna dæmi er boðið upp á vinnustofur sem ganga út á það að láta sér líða vel í líkama sínum. En vinnustofurnar eru mjög fjölbreyttar og þú getur fundið vinnustofur sem bjóða upp á yoni og lingam nudd, kúr, örvandi snertingu í vitund, hugleiðslu, jóga, dans og margt, margt fleira. Fyrir þá sem ekki vita eru yoni og lingam tantrísk nöfn yfir kynfærin. Yoni fyrir kynfæri kvenna og lingam fyrir kynfæri karla. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um allar vinnustofurnar sem verða í boði. Fyrir hverja er viðburðurinn helst ætlaður? Er þetta eingöngu ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu í tantra eða einnig fyrir byrjendur? „Það verður eitthvað fyrir alla, bæði þá sem eru að byrja og þá sem eru lengra komnir. Svo þetta er fyrir þig ef þig langar til að kynnast sjálfum þér betur á heildrænan hátt og sérstaklega þeim pörtum sem venjulega eru faldir. Þetta snýst um að finna okkar náttúrulega kjarna sem felur líka í sér að við erum kynverur. Við erum búin til úr ást og við endum lífið í okkar mestu fullnægingu.“ Tími til að heila áföll á milli kynjanna Nú hefur þessi viðburður verið haldinn út um allan heim, hvað varð til þess að Ísland varð fyrir valinu? „Eftir því sem við best vitum þá er þetta eina landið í vestrænni menningu sem hefur ekki haldið tantra viðburð af þessari stærðargráðu. Allavega af þeim þrjátíu löndum sem ég hef komið til. Það er líka kominn tími til að heila og nálgast þau áföll sem hafa verið á milli kynjanna.“ Af hverju tantra? Hvað mun þetta námskeið gefa fólki? Viðburðurinn er gerður til þess að sameina okkur í kærleikanum. Þetta snýst um að heila áföll milli þess kvenlæga og karllæga. Sameinast í ástinni innra með okkur, á milli okkar og með heildstæðri menningu. Leyfa ástinni að vaxa og sýna sig í hráleika sínum. Mesti misskilningurinn að tantra snúist um kynlíf Eru íslendingar feimnir við tantra? Eða jafnvel með fordóma? „Jú, flestir eru feimnir eða halda í einhverja skömm. Þetta er bara eitt stig þróunar fyrir fólk að fá að kynnast náttúru sinni betur.“ Hver er helsti misskilningur fólks á tantra að þínu mati? „Að þetta snúist bara um kynlíf. Það er misskilningur að fólk sé bara að leita eftir kynlífi. En jafnframt ef svo er, væri eitthvað að því?“ Tantra snýst um að þekkja sjálfan sig og að sleppa skömminni, óttanum og sektarkenndinni sem er sjálfgefin sameiginleg skilyrðing. Hvað ef kynorkan er farin? Ein af aðstandendum viðburðarins, Linda Mjöll Stefánsdóttir, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Í klippunni hér fyrir neðan má heyra Lindu svara áhugaverðum spurningum Heimis og Gulla um tantra, endurvakningu kynorkunar sem og viðburðinn sjálfan, Wild Love Tantra. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um viðburðinn hér. Hægt er að nálgast Instagram prófíl viðburðarins hér. Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Fyrir þá sem hafa áhuga og eru forvitnir er tækifæri næstu daga til að sökkva sér djúpt í tantrafræðin á fyrsta stóra tantra viðburðinum sem haldinn hefur verið á Íslandi, Wild Love Tantra. Viðburðurinn verður haldinn dagana 23.-26. september og enn er hægt að skrá sig til leiks. Þeir sem sækja viðburðinn geta valið úr fjölda vinnustofa þar sem meðal annars verður boðið upp handleiðslu í örvandi nuddi, dansi, jóga, hugleiðslu og það sem kallast lingam og yoni nudd, svo eitthvað sé nefnt. Yfir þrjátíu leiðbeinendur verða með vinnustofur á viðburðinum og kemur helmingur leiðbeinendanna erlendis frá. Makamál tóku tal af Kadesh Orin, sem er einn af þeim sem standa á bak við viðburðinn, og spurðu hann nánar út í Wild Love Tantra. Hreyfing sem stendur fyrir frelsi og ást Kadesh er 41 árs gamall, fæddur í Hollandi en hefur búið mestan hluta ævi sinnar í Ísrael. Hann hefur unnið sem heildrænn heilari og handleiðari í tuttugu ár og hefur mikinn á huga á heimspeki sem snýr að vitundinni, hvað hún er og hvernig hún verður til. „Hef stundað hugleiðslu í um 27 ár og stundað tantra í 24 ár. Ég hef bæði stundað nám í sálfræði og hugrænum vísindum (cognitive sciences) og búið í nokkrum jógasetrum (Ashrams og Yeshivas) þar sem ég hef lært af öðrum kennurum.“ Kadesh segir Wild Love Tantra vera part af stærri hreyfingu sem nú er haldin í fyrsta skipti á Íslandi. “Wild Love er alþjóðleg hreyfing sem fagnar tilkomu skammarlausrar menningar þar sem við lifum í ást og frelsi. Alheimssálin er á hreyfingu og í miðju umbreytingarferli innan siðmenningar okkar. Wild Love er að kynna þriðju leiðina til þess að takast á við þær breytingar sem eru að gerast í heiminum í dag sem fer út fyrir það að annað hvort þurfum við að halda öllu eins og það er eða að algjörlega kúvenda öllu sem við þekkjum. Hreyfingin stendur fyrir frelsi og fyrir ástina. Það er enginn einn leiðtogi og engin ein rétt leið til þess að gera hlutina. Yoni og lingam vinnustofur Það er mikil og þétt dagskrá þessa daga og þrjár til fjórar vinnustofur í gangi á sama tíma. „Þá verður fólk að velja á milli. Vinnustofurnar eru mjög fjölbreyttar og eru til þess gerðar að fólk geti kannað nýjar víddir hjá sjálfum sér með handleiðslu.“ Til að nefna dæmi er boðið upp á vinnustofur sem ganga út á það að láta sér líða vel í líkama sínum. En vinnustofurnar eru mjög fjölbreyttar og þú getur fundið vinnustofur sem bjóða upp á yoni og lingam nudd, kúr, örvandi snertingu í vitund, hugleiðslu, jóga, dans og margt, margt fleira. Fyrir þá sem ekki vita eru yoni og lingam tantrísk nöfn yfir kynfærin. Yoni fyrir kynfæri kvenna og lingam fyrir kynfæri karla. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um allar vinnustofurnar sem verða í boði. Fyrir hverja er viðburðurinn helst ætlaður? Er þetta eingöngu ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu í tantra eða einnig fyrir byrjendur? „Það verður eitthvað fyrir alla, bæði þá sem eru að byrja og þá sem eru lengra komnir. Svo þetta er fyrir þig ef þig langar til að kynnast sjálfum þér betur á heildrænan hátt og sérstaklega þeim pörtum sem venjulega eru faldir. Þetta snýst um að finna okkar náttúrulega kjarna sem felur líka í sér að við erum kynverur. Við erum búin til úr ást og við endum lífið í okkar mestu fullnægingu.“ Tími til að heila áföll á milli kynjanna Nú hefur þessi viðburður verið haldinn út um allan heim, hvað varð til þess að Ísland varð fyrir valinu? „Eftir því sem við best vitum þá er þetta eina landið í vestrænni menningu sem hefur ekki haldið tantra viðburð af þessari stærðargráðu. Allavega af þeim þrjátíu löndum sem ég hef komið til. Það er líka kominn tími til að heila og nálgast þau áföll sem hafa verið á milli kynjanna.“ Af hverju tantra? Hvað mun þetta námskeið gefa fólki? Viðburðurinn er gerður til þess að sameina okkur í kærleikanum. Þetta snýst um að heila áföll milli þess kvenlæga og karllæga. Sameinast í ástinni innra með okkur, á milli okkar og með heildstæðri menningu. Leyfa ástinni að vaxa og sýna sig í hráleika sínum. Mesti misskilningurinn að tantra snúist um kynlíf Eru íslendingar feimnir við tantra? Eða jafnvel með fordóma? „Jú, flestir eru feimnir eða halda í einhverja skömm. Þetta er bara eitt stig þróunar fyrir fólk að fá að kynnast náttúru sinni betur.“ Hver er helsti misskilningur fólks á tantra að þínu mati? „Að þetta snúist bara um kynlíf. Það er misskilningur að fólk sé bara að leita eftir kynlífi. En jafnframt ef svo er, væri eitthvað að því?“ Tantra snýst um að þekkja sjálfan sig og að sleppa skömminni, óttanum og sektarkenndinni sem er sjálfgefin sameiginleg skilyrðing. Hvað ef kynorkan er farin? Ein af aðstandendum viðburðarins, Linda Mjöll Stefánsdóttir, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Í klippunni hér fyrir neðan má heyra Lindu svara áhugaverðum spurningum Heimis og Gulla um tantra, endurvakningu kynorkunar sem og viðburðinn sjálfan, Wild Love Tantra. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um viðburðinn hér. Hægt er að nálgast Instagram prófíl viðburðarins hér.
Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10
Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42
Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00