Hvað ef þú labbar inn á unglinginn? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. september 2021 07:01 Kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir rafræna námskeiðinu Kjaftað um kynlíf. Námskeiðinu er skipt niður í fjóra aldurshópa. Hvort sem það er forvitni um kynfærin, sjálfsfróun eða smokkinn þá er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvituð og tilbúin til þess að eiga samtalið við unglingana sína. Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er rafrænt námskeið sem kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir. Námskeiðið er ætlað foreldrum og uppalendum til að veita þeim fræðslu og aðstoð við það að ræða um kynfræðslu og fræða börnin sín. Námskeiðin eru fjögur talsins og skipt upp eftir aldurshópum barnanna, 0 - 6 ára, 6 - 12 ára, 12 - 15 ára og 15 - 18 ára. Foreldrar geta þó einnig valið að kaupa öll námskeiðin í einum pakka. Í síðustu viku fjölluðu Makamál um algeng málefni og spurningar sem tekin eru fyrir í námskeiðinu 6-12 ára en núna ætlum við að fara yfir næsta aldurshóp, 12 -15 ára. Sigga Dögg stendur fyrir námskeiðinu Kjaftað um kynlíf sem er ætlað foreldrum til að styðja þá í að eiga samtal við börnin sína og unglina um kynlíf og kynfræðslu. Ertu ekki örugglega að nota smokkinn? Eiga foreldrar erfitt með það að byrja að ræða kynlíf og kynfræðslu við unglinginn sinn? „Ekki allir, en ansi margir er ég hrædd um, enda er það mjög skiljanlegt því fæstir fengu samtal sjálfir sem börn.“ Foreldrar fresta þessu samtali og mikla það fyrir sér og oftar en ekki byrja þeir í raun „of seint“ eða þegar barn er orðið að unglingi og þá jafnvel er fimmtán ára unglingi klappað bara á öxlina; „Jæja elskan, notarðu ekki örugglega smokkinn?“ Og svo kannski ekkert meir.“ Sigga segir þetta kannski ýkt dæmi en eitthvað sem hún heyri alltof oft. „En leiðinlegast finnst mér að heyra foreldrar segja; „Þau finna út úr þessu sjálf, rétt eins og maður gerði sjálfur á sínum tíma“. Sem betur fer heyrir þetta viðhorf nokkuð sögunni til þó enn eymi af því hjá einstaka foreldri.“ Hún segir varhugavert að þetta samtal sé oftar en ekki sett á ábyrgð móðurinnar. „Rannsóknir sýna það trekk í trekk að þetta sé eitthvað „kvennamál“ í hugum foreldra sem þetta er bara alls ekki. Kyn foreldris skiptir engu máli hér - þetta er mál á öllum foreldrum og uppalendum, óháð kyni!“ Það er algengt að samtalið við barnið eða unglinginn sé á ábyrgð móðurinnar og segir Sigga það mikilvægt að allir foreldrar, óháð kyni, geri sér grein fyrir ábyrgð sinni þegar kemur að þessum málum. Getty Foreldranna að veita leyfi fyrir samtalinu Ertu með dæmi um það hvernig sé best að eiga þetta samtal og hvað ber að forðast? „Það er í raun bara að byrja og byrja einhver staðar. Það getur verið eitthvað í blaðinu sem þú last í morgun, eða eitthvað í sjónvarpinu, í fréttum eða dægurmálum, eða einfaldlega að nota ísbrjótinn að rifja upp eigin kynfræðslu.“ Við megum ekki gleyma því að markmið okkar með þessu spjalli er að veita unga fólkinu okkar ákveðið öryggisnet með bæði þekkingu en líka leyfi um að ræða þessi mál við okkur og leita til okkar með spurningar og vangaveltur. Að upplýsa börnin um það að þau séu í fullkomnu öryggi foreldranna til að ræða þessi mál segir Sigga að sé mjög mikilvægt og góð byrjun. „Að láta þau vita að þau séu í öryggi hjá okkur að ræða þessi mál. Ef þú hugsar til baka til eigin æsku, máttir þú ræða kynlíf við þína foreldra? Gastu leitað til þeirra með spurningar sem þú hafðir? Þannig það er foreldrana að veita leyfi fyrir samræðunum. Það er ekkert flóknara en það, foreldrar þurfa ekki að vera einhverjir viskubrunnar, bara veita gott eyra og gera greinarmun á hvað séu réttar upplýsingar og hvað mýtur. Leyniráð - fæstir unglingar sem ég þekki er flinkir að gúgla, annað en fullorðnir, svo hér mega fullorðnir nýta sér sitt fjölmiðlalæsi. Það er varhugavert að vanmeta eða gera lítið úr þeim tilfinningum sem börn og unglingar upplifa við fyrstu ástina. Getty Fyrsta ástin of oft vanmetin Fyrsta ástin. Flestir muna eftir því hversu sterkar tilfinningar fylgdu henni á sínum tíma getur verið að vanmeti hana hjá unglingunum sínum? „Já, fyrsta ástin er algerlega vanmetin. Mig grunar stundum að það sé kannski af því hún var í raun svo sár fyrir foreldrana sjálfa að þeir eiga erfitt með að rifja hana upp eða þá að kannski sé smá sorg að hafa ekki upplifað hana á sínum tíma. En þetta eru raunverulegar tilfinningar og við þurfum að veita gott eyra hér og kenna börnunum okkar og unglingum á að setja mörk og virða mörk og mikilvægi samskipta.“ Sigga hvetur foreldra til þess að velta því fyrir sér hvernig áhrif það hefði haft ef þau hefðu fengið þetta samtal við foreldra sína. Ég held ég að við vitum að margt hefði farið á annan og eflaust betri veg ef við hefðum haft betri samskiptatól og fengið þetta samtal við okkar foreldra. Flestir unglingar upplifa forvitni um sjálfsfróun og kynfærin segir Sigga mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það hvernig þeir geti frætt eða upplýst börn sín. Sigga segir foreldra ekki þurfa vera einhverja viskubrunna til þess að geta sest niður með börnum sínum og rætt um kynlíf eða kynfæraheilsu. Heldur sé mikilvægast að börnin finni það að þau séu í fullu trausti og viti að þau geti spurt foreldra sína að öllu. Getty Hvert er hlutverk foreldra þarna? Eiga þér að ræða sjálfsfróun við unglingana sína? „Það er mikilvægt að minna börn og unglinga á að þau megi spyrja ykkur foreldrana um kynfærin sín, hvort sem það séu spurningar almennt um kynfæri eða um sín eigin. Það þarf að fræða svo miklu meira um kynfæri og kynfæraheilsu.“ Að æfa sig í notkun smokksins Hvað varðar sjálfsfróun, segir Sigga fyrst og fremst að það skipti mála að segja unglingnum að það sé alveg eðlilegt að koma við eigin kynfæri og njóta þess. „Þau þurfi ekkert að skammast sín, þetta sé eðlilegasta og algengasta kynhegðun í þessum heimi og er sérhönnuð þannig að okkur líði vel af henni.“ Það má líka segja þeim að þau hafi val, það þurfi ekki að gera þetta, þó umræðan í unglingahópum sé stundum þannig að þetta sé einhver skylda en því fer fjarri. Þetta sé einfaldlega frábær leið til að kynnast kynfærunum sínum en hver og einn má gera það þegar viðkomandi hefur áhuga á því og finnst vera réttur tími. „Þetta er eitthvað sem hver og einn á með sér en má líka leita ráða ef þess gerist þörf en enginn er að fara út í tækni eða neitt slíkt. En þetta má alveg vera bara samtal án þess að fara yfir einhver mörk.“ Að hvetja unglingana til að æfa sig á smokknum í sjálfsfróun segir Sigga vera góða hugmynd svo að unglingarnir þekki tilfinninguna þegar kemur að því að nota hann. Getty Þegar kemur að sjálfsfróun segist Sigga mæla með því að unglingar æfi sig í notkun smokksins í sjálfsfróun svo að þau viti hvernig hann virkar og þekki tilfinninguna af því að nota hann. „Einnig hversu mikilvægt sleipiefni er fyrir kynfærin. Það má alveg kaupa sleipiefni fyrir unglinginn eftir að samtalið hefur átt sér stað - sleipiefni er ekki hættulegt heldur bara mjög praktískt fyrir alla kynfæraörvun.“ Skömm aldrei drifkraftur vellíðunar Er ekki eðlilegt að foreldrum finnist óþægilegt að ræða þessi mál við börnin sín viti ekki hvernig best sé að bera sig að? „Við erum svo ný í samtali um kynlíf og kynfærin og því finnst okkur þetta oft óþægilegt en við, hin fullorðnu, gerum margt sem er óþægilegt og vitum að óþægindin eru bara tímabundin og við lifum það af.“ Það að burðast með skömm yfir kynfærunum sínum og skömm yfir því að njóta þeirra í sjálfsfróun er alltof algengt fyrirbæri og skömm er aldrei drifkraftur vellíðunar. Þarna geta foreldrar gripið inn í og aflétt skömm og það er dýrmætt upp á að móta eðlilega og heilbrigða sjálfsmynd og geta sett mörk. Eitt af því sem Sigga segir að margir foreldrar nefni hvað þetta varðar er óttinn við að ganga inn á unglinginn þegar hann er að stunda sjálfsfróun. Hvaða ráð getur þú gefið foreldrum í þessari stöðu, eða þeim sem hafa upplifað þetta? „Ég mæli alltaf með því að foreldrar virði luktar dyr og temji sér að banka og bíða þess að vera boðið inn. Eins, ef þú gengur inn á unglinginn í sjálfsfróun þá er kjörið að tala samtalið um sjálfsfróun eins og er farið í hér að ofan,“ segir Sigga Dögg að lokum. Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08 Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín „Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 12. september 2021 10:08 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er rafrænt námskeið sem kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir. Námskeiðið er ætlað foreldrum og uppalendum til að veita þeim fræðslu og aðstoð við það að ræða um kynfræðslu og fræða börnin sín. Námskeiðin eru fjögur talsins og skipt upp eftir aldurshópum barnanna, 0 - 6 ára, 6 - 12 ára, 12 - 15 ára og 15 - 18 ára. Foreldrar geta þó einnig valið að kaupa öll námskeiðin í einum pakka. Í síðustu viku fjölluðu Makamál um algeng málefni og spurningar sem tekin eru fyrir í námskeiðinu 6-12 ára en núna ætlum við að fara yfir næsta aldurshóp, 12 -15 ára. Sigga Dögg stendur fyrir námskeiðinu Kjaftað um kynlíf sem er ætlað foreldrum til að styðja þá í að eiga samtal við börnin sína og unglina um kynlíf og kynfræðslu. Ertu ekki örugglega að nota smokkinn? Eiga foreldrar erfitt með það að byrja að ræða kynlíf og kynfræðslu við unglinginn sinn? „Ekki allir, en ansi margir er ég hrædd um, enda er það mjög skiljanlegt því fæstir fengu samtal sjálfir sem börn.“ Foreldrar fresta þessu samtali og mikla það fyrir sér og oftar en ekki byrja þeir í raun „of seint“ eða þegar barn er orðið að unglingi og þá jafnvel er fimmtán ára unglingi klappað bara á öxlina; „Jæja elskan, notarðu ekki örugglega smokkinn?“ Og svo kannski ekkert meir.“ Sigga segir þetta kannski ýkt dæmi en eitthvað sem hún heyri alltof oft. „En leiðinlegast finnst mér að heyra foreldrar segja; „Þau finna út úr þessu sjálf, rétt eins og maður gerði sjálfur á sínum tíma“. Sem betur fer heyrir þetta viðhorf nokkuð sögunni til þó enn eymi af því hjá einstaka foreldri.“ Hún segir varhugavert að þetta samtal sé oftar en ekki sett á ábyrgð móðurinnar. „Rannsóknir sýna það trekk í trekk að þetta sé eitthvað „kvennamál“ í hugum foreldra sem þetta er bara alls ekki. Kyn foreldris skiptir engu máli hér - þetta er mál á öllum foreldrum og uppalendum, óháð kyni!“ Það er algengt að samtalið við barnið eða unglinginn sé á ábyrgð móðurinnar og segir Sigga það mikilvægt að allir foreldrar, óháð kyni, geri sér grein fyrir ábyrgð sinni þegar kemur að þessum málum. Getty Foreldranna að veita leyfi fyrir samtalinu Ertu með dæmi um það hvernig sé best að eiga þetta samtal og hvað ber að forðast? „Það er í raun bara að byrja og byrja einhver staðar. Það getur verið eitthvað í blaðinu sem þú last í morgun, eða eitthvað í sjónvarpinu, í fréttum eða dægurmálum, eða einfaldlega að nota ísbrjótinn að rifja upp eigin kynfræðslu.“ Við megum ekki gleyma því að markmið okkar með þessu spjalli er að veita unga fólkinu okkar ákveðið öryggisnet með bæði þekkingu en líka leyfi um að ræða þessi mál við okkur og leita til okkar með spurningar og vangaveltur. Að upplýsa börnin um það að þau séu í fullkomnu öryggi foreldranna til að ræða þessi mál segir Sigga að sé mjög mikilvægt og góð byrjun. „Að láta þau vita að þau séu í öryggi hjá okkur að ræða þessi mál. Ef þú hugsar til baka til eigin æsku, máttir þú ræða kynlíf við þína foreldra? Gastu leitað til þeirra með spurningar sem þú hafðir? Þannig það er foreldrana að veita leyfi fyrir samræðunum. Það er ekkert flóknara en það, foreldrar þurfa ekki að vera einhverjir viskubrunnar, bara veita gott eyra og gera greinarmun á hvað séu réttar upplýsingar og hvað mýtur. Leyniráð - fæstir unglingar sem ég þekki er flinkir að gúgla, annað en fullorðnir, svo hér mega fullorðnir nýta sér sitt fjölmiðlalæsi. Það er varhugavert að vanmeta eða gera lítið úr þeim tilfinningum sem börn og unglingar upplifa við fyrstu ástina. Getty Fyrsta ástin of oft vanmetin Fyrsta ástin. Flestir muna eftir því hversu sterkar tilfinningar fylgdu henni á sínum tíma getur verið að vanmeti hana hjá unglingunum sínum? „Já, fyrsta ástin er algerlega vanmetin. Mig grunar stundum að það sé kannski af því hún var í raun svo sár fyrir foreldrana sjálfa að þeir eiga erfitt með að rifja hana upp eða þá að kannski sé smá sorg að hafa ekki upplifað hana á sínum tíma. En þetta eru raunverulegar tilfinningar og við þurfum að veita gott eyra hér og kenna börnunum okkar og unglingum á að setja mörk og virða mörk og mikilvægi samskipta.“ Sigga hvetur foreldra til þess að velta því fyrir sér hvernig áhrif það hefði haft ef þau hefðu fengið þetta samtal við foreldra sína. Ég held ég að við vitum að margt hefði farið á annan og eflaust betri veg ef við hefðum haft betri samskiptatól og fengið þetta samtal við okkar foreldra. Flestir unglingar upplifa forvitni um sjálfsfróun og kynfærin segir Sigga mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það hvernig þeir geti frætt eða upplýst börn sín. Sigga segir foreldra ekki þurfa vera einhverja viskubrunna til þess að geta sest niður með börnum sínum og rætt um kynlíf eða kynfæraheilsu. Heldur sé mikilvægast að börnin finni það að þau séu í fullu trausti og viti að þau geti spurt foreldra sína að öllu. Getty Hvert er hlutverk foreldra þarna? Eiga þér að ræða sjálfsfróun við unglingana sína? „Það er mikilvægt að minna börn og unglinga á að þau megi spyrja ykkur foreldrana um kynfærin sín, hvort sem það séu spurningar almennt um kynfæri eða um sín eigin. Það þarf að fræða svo miklu meira um kynfæri og kynfæraheilsu.“ Að æfa sig í notkun smokksins Hvað varðar sjálfsfróun, segir Sigga fyrst og fremst að það skipti mála að segja unglingnum að það sé alveg eðlilegt að koma við eigin kynfæri og njóta þess. „Þau þurfi ekkert að skammast sín, þetta sé eðlilegasta og algengasta kynhegðun í þessum heimi og er sérhönnuð þannig að okkur líði vel af henni.“ Það má líka segja þeim að þau hafi val, það þurfi ekki að gera þetta, þó umræðan í unglingahópum sé stundum þannig að þetta sé einhver skylda en því fer fjarri. Þetta sé einfaldlega frábær leið til að kynnast kynfærunum sínum en hver og einn má gera það þegar viðkomandi hefur áhuga á því og finnst vera réttur tími. „Þetta er eitthvað sem hver og einn á með sér en má líka leita ráða ef þess gerist þörf en enginn er að fara út í tækni eða neitt slíkt. En þetta má alveg vera bara samtal án þess að fara yfir einhver mörk.“ Að hvetja unglingana til að æfa sig á smokknum í sjálfsfróun segir Sigga vera góða hugmynd svo að unglingarnir þekki tilfinninguna þegar kemur að því að nota hann. Getty Þegar kemur að sjálfsfróun segist Sigga mæla með því að unglingar æfi sig í notkun smokksins í sjálfsfróun svo að þau viti hvernig hann virkar og þekki tilfinninguna af því að nota hann. „Einnig hversu mikilvægt sleipiefni er fyrir kynfærin. Það má alveg kaupa sleipiefni fyrir unglinginn eftir að samtalið hefur átt sér stað - sleipiefni er ekki hættulegt heldur bara mjög praktískt fyrir alla kynfæraörvun.“ Skömm aldrei drifkraftur vellíðunar Er ekki eðlilegt að foreldrum finnist óþægilegt að ræða þessi mál við börnin sín viti ekki hvernig best sé að bera sig að? „Við erum svo ný í samtali um kynlíf og kynfærin og því finnst okkur þetta oft óþægilegt en við, hin fullorðnu, gerum margt sem er óþægilegt og vitum að óþægindin eru bara tímabundin og við lifum það af.“ Það að burðast með skömm yfir kynfærunum sínum og skömm yfir því að njóta þeirra í sjálfsfróun er alltof algengt fyrirbæri og skömm er aldrei drifkraftur vellíðunar. Þarna geta foreldrar gripið inn í og aflétt skömm og það er dýrmætt upp á að móta eðlilega og heilbrigða sjálfsmynd og geta sett mörk. Eitt af því sem Sigga segir að margir foreldrar nefni hvað þetta varðar er óttinn við að ganga inn á unglinginn þegar hann er að stunda sjálfsfróun. Hvaða ráð getur þú gefið foreldrum í þessari stöðu, eða þeim sem hafa upplifað þetta? „Ég mæli alltaf með því að foreldrar virði luktar dyr og temji sér að banka og bíða þess að vera boðið inn. Eins, ef þú gengur inn á unglinginn í sjálfsfróun þá er kjörið að tala samtalið um sjálfsfróun eins og er farið í hér að ofan,“ segir Sigga Dögg að lokum.
Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08 Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín „Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 12. september 2021 10:08 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. 18. september 2021 12:08
Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín „Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 12. september 2021 10:08