Herra Hnetusmjör og We Are the Champions á trylltri kosningavöku Framsóknar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. september 2021 03:01 Herra Hnetusmjör skemmti Framsóknarfólki í kvöld. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið biluð í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hún ávarpaði partýið skömmu eftir miðnætti. „Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13
Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59
Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18
„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20