„Förum nú ekki að eyðileggja jólin fyrir fólki“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. september 2021 15:30 Baggalútsmenn gáfu á dögunum út lagið Ég á það skilið. Bragi Valdimar segir þá kappa vera að syngja í sig kjark til þess að byrja að kynna hina árlegu jólatónleika sveitarinnar. Hörður Sveinsson „Þetta er lag um okkur öll. Við viljum stundum gera svolítið vel við okkur — af því að við eigum það bara skilið,“ segir Bragi Valdimar í samtali við Vísi um nýtt lag sveitarinnar. Nýja lag hljómsveitarinnar Baggalúts ber það skemmilega nafn, Ég á það skilið. Guðmundur Kristinn Jónsson. Lagið, sem kom út síðasta föstudag, ber titilinn Ég á það skilið og er hægt að nálgast lagið á streymisveitunni Spotify. Bragi Valdimar segir þá Baggalúta vera rétt að byrja að syngja í sig kjark fyrir kynningu á hinum árlegu jólatónleikum hljómsveitarinnar. Við ætlum að setja jólatónleikana í sölu í október. Við eigum það nú aldeilis skilið, og þið öll auðvitað! Förum nú ekki að eyðileggja jólin fyrir fólki. Það bíða eflaust margir spenntir eftir því að tryggja sér miða á þessa vinsælu tónleika en segist Bragi reikna með því að hljómsveitin tilkynni það á föstudag hvenær miðasalan hefjist, þeir séu enn að ákveða dagsetninguna. Ætli þeir eigi það ekki skilið taka sér tíma í þetta svo sem. Lagið og textinn er eftir sjálfan Braga Valdimar og eins og sjá má hér neðst í greininni er textinn kaldhæðnislega skemmtileg ádeila á réttlætingu neysluhyggjunnar, sem margir kannast eflaust við. Og þó. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Texta lagsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Ég á það skilið Ég horfi á sólina synda hjá. Sjóndeildarhringnum hún dansar á. Fæ mér einn, kannski tvo, jafnvel þrjá. og hver veit hvað gerist þá. Sáttur í sófann mér planta og panta og panta og panta. — þó mig vanti í sjálfu sér ekki neitt. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Svei mér þá. Ég ætla að grilla mér stóreflis steik og stelast svo aðeins út í reyk. Ég ætlað blanda mér bananasjeik og bregða á framlengdan leik Ég ætlað skjótast til Tene að tana og teyga lífið af krana. — mér er sama hvað öllu og öllum finnst. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Ekkert smá. Ég dagatalið mitt tæmi. Kaupi tónik og sjittlód af læmi. þó þið dæmið, er mér rennislétt sama um það. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Svei mér þá. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Ójá. Lagið er gefið út af Alda Music og er í flutningi þeirra Guðmunds Pálssonar og Karls Sigurðssonar. Aðrir leikendur eru: Sigurður Guðmundsson, raddir, bassi & hljómborð. Eyþór Gunnarsson, píanó & slagverk. Þorsteinn Einarsson, gítar. Kristinn Snær Agnarsson, trommur & slagverk. Samúel Jón Samúelsson, básúna & útsetning. Kjartan Hákonarson, trompet. Óskar Guðjónsson, saxófónn. Tónlist Jól Tengdar fréttir Baggalútur, Bríet og Valdimar gefa út jólalag Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet hafa gefið út jólalag. 7. desember 2020 15:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýja lag hljómsveitarinnar Baggalúts ber það skemmilega nafn, Ég á það skilið. Guðmundur Kristinn Jónsson. Lagið, sem kom út síðasta föstudag, ber titilinn Ég á það skilið og er hægt að nálgast lagið á streymisveitunni Spotify. Bragi Valdimar segir þá Baggalúta vera rétt að byrja að syngja í sig kjark fyrir kynningu á hinum árlegu jólatónleikum hljómsveitarinnar. Við ætlum að setja jólatónleikana í sölu í október. Við eigum það nú aldeilis skilið, og þið öll auðvitað! Förum nú ekki að eyðileggja jólin fyrir fólki. Það bíða eflaust margir spenntir eftir því að tryggja sér miða á þessa vinsælu tónleika en segist Bragi reikna með því að hljómsveitin tilkynni það á föstudag hvenær miðasalan hefjist, þeir séu enn að ákveða dagsetninguna. Ætli þeir eigi það ekki skilið taka sér tíma í þetta svo sem. Lagið og textinn er eftir sjálfan Braga Valdimar og eins og sjá má hér neðst í greininni er textinn kaldhæðnislega skemmtileg ádeila á réttlætingu neysluhyggjunnar, sem margir kannast eflaust við. Og þó. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Texta lagsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Ég á það skilið Ég horfi á sólina synda hjá. Sjóndeildarhringnum hún dansar á. Fæ mér einn, kannski tvo, jafnvel þrjá. og hver veit hvað gerist þá. Sáttur í sófann mér planta og panta og panta og panta. — þó mig vanti í sjálfu sér ekki neitt. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Svei mér þá. Ég ætla að grilla mér stóreflis steik og stelast svo aðeins út í reyk. Ég ætlað blanda mér bananasjeik og bregða á framlengdan leik Ég ætlað skjótast til Tene að tana og teyga lífið af krana. — mér er sama hvað öllu og öllum finnst. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Ekkert smá. Ég dagatalið mitt tæmi. Kaupi tónik og sjittlód af læmi. þó þið dæmið, er mér rennislétt sama um það. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Svei mér þá. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Ójá. Lagið er gefið út af Alda Music og er í flutningi þeirra Guðmunds Pálssonar og Karls Sigurðssonar. Aðrir leikendur eru: Sigurður Guðmundsson, raddir, bassi & hljómborð. Eyþór Gunnarsson, píanó & slagverk. Þorsteinn Einarsson, gítar. Kristinn Snær Agnarsson, trommur & slagverk. Samúel Jón Samúelsson, básúna & útsetning. Kjartan Hákonarson, trompet. Óskar Guðjónsson, saxófónn.
Ég á það skilið Ég horfi á sólina synda hjá. Sjóndeildarhringnum hún dansar á. Fæ mér einn, kannski tvo, jafnvel þrjá. og hver veit hvað gerist þá. Sáttur í sófann mér planta og panta og panta og panta. — þó mig vanti í sjálfu sér ekki neitt. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Svei mér þá. Ég ætla að grilla mér stóreflis steik og stelast svo aðeins út í reyk. Ég ætlað blanda mér bananasjeik og bregða á framlengdan leik Ég ætlað skjótast til Tene að tana og teyga lífið af krana. — mér er sama hvað öllu og öllum finnst. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Ekkert smá. Ég dagatalið mitt tæmi. Kaupi tónik og sjittlód af læmi. þó þið dæmið, er mér rennislétt sama um það. Því ég á það skilið. Ég á það svo sannarlega skilið. Ég á það skilið. Ég á það svo innilega skilið. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Svei mér þá. Eftir allt það sem gengið hefur á. Á ég það skilið. Ójá.
Tónlist Jól Tengdar fréttir Baggalútur, Bríet og Valdimar gefa út jólalag Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet hafa gefið út jólalag. 7. desember 2020 15:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Baggalútur, Bríet og Valdimar gefa út jólalag Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet hafa gefið út jólalag. 7. desember 2020 15:30