„Ég hélt það myndi aldrei neinn ganga inn á mitt prívat svið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. september 2021 10:30 Kristrún Frostadóttir er viðmælandi Begga Ólafs í 28.þætti af hlaðvarpinu 24/7. 24/7 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, er gestur í 28. þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum ræðir Kristrún meðal annars það atvik sem hún telur hafa mótað hana hvað mest. „Ég hélt þegar ég var lítil að að skipti ekki máli af hvaða kyni ég væri. Ég ólst upp á þannig heimili. Pabbi minn var miklu meira heima en mamma mín. Mamma er læknir og vann bara miklu meira,“ segir Kristrún um æsku sína. Faðir hennar fléttaði hana og fór á matreiðslunámskeið til þess að geta sinnt heimilinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt það eftir á að hann hafi aldrei fundið sig neitt sérstaklega í því hlutverki, þá gerði hann það sem þurfti að gera. „Ég upplifði það aldrei sem barn eða unglingur að það myndi halda aftur að mér að ég væri kona,“ segir hún og viðurkennir að á unglingsárunum hafi hún hugsað: „Höfum við það ekki bara svo gott sem konur? Þarf maður virkilega að vera femínisti í dag?“ „Hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast og lemja viðkomandi“ Þessi hugsun situr alltaf í henni vegna þess að hún man svo vel það augnablik sem hún áttaði sig á því að hún hafði rangt fyrir sér. „Ég var 23 ára og er byrjuð í minni fyrstu vinnu. Þá lendi ég í því að það er gengið á mig persónulega og líkamlega í einu vinnupartýi. Ég man hvað ég var miður mín yfir því að hafa verið brugðið. Ég hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast, lemja viðkomandi og fríka út, að ég væri svo ótrúlega ákveðin týpa.“ „Ég man að ég bara stirðnaði af því að mér bara krossbrá. Ég hélt aldrei að það myndi neinn ganga inn á mitt prívat svið. Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér.“ Kristrún segir karlkynsvinnufélaga sem urðu vitni af atvikinu hafa hlegið og gert grín að þessu. Atvikið hafði gríðarleg áhrif á Kristrúnu sem segist á þessu augnabliki hafa áttað sig á því að hlutirnir væru ekki í lagi. „Ég lenti líka í áreitni þar sem var svolítið verið að orða mína velgengni í vinnu við kynferði og ég man eftir því hvað mér fannst ég svo mikill aumingi. Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann það upp fyrir mér hvað andlegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi getur haft ofboðslega mikil áhrif til lengri tíma.“ Kristrún segir þá umræðu sem hefur skapast á undanförnum árum vera mikilvæga, ekki síst fyrir virkni ungra kvenna í samfélaginu. „Að þær hafi sjálfstraust til þess að sækja fram. Ef þú lendir í ákveðnum hlutum, hvað þá ef þú ert ekki með mikið sjálfstraust fyrir, þá getur það bara orðið til þess að þú heldur þig til hlés framan af.“ Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. 24/7 með Begga Ólafs Samfylkingin Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Ég hélt þegar ég var lítil að að skipti ekki máli af hvaða kyni ég væri. Ég ólst upp á þannig heimili. Pabbi minn var miklu meira heima en mamma mín. Mamma er læknir og vann bara miklu meira,“ segir Kristrún um æsku sína. Faðir hennar fléttaði hana og fór á matreiðslunámskeið til þess að geta sinnt heimilinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt það eftir á að hann hafi aldrei fundið sig neitt sérstaklega í því hlutverki, þá gerði hann það sem þurfti að gera. „Ég upplifði það aldrei sem barn eða unglingur að það myndi halda aftur að mér að ég væri kona,“ segir hún og viðurkennir að á unglingsárunum hafi hún hugsað: „Höfum við það ekki bara svo gott sem konur? Þarf maður virkilega að vera femínisti í dag?“ „Hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast og lemja viðkomandi“ Þessi hugsun situr alltaf í henni vegna þess að hún man svo vel það augnablik sem hún áttaði sig á því að hún hafði rangt fyrir sér. „Ég var 23 ára og er byrjuð í minni fyrstu vinnu. Þá lendi ég í því að það er gengið á mig persónulega og líkamlega í einu vinnupartýi. Ég man hvað ég var miður mín yfir því að hafa verið brugðið. Ég hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast, lemja viðkomandi og fríka út, að ég væri svo ótrúlega ákveðin týpa.“ „Ég man að ég bara stirðnaði af því að mér bara krossbrá. Ég hélt aldrei að það myndi neinn ganga inn á mitt prívat svið. Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér.“ Kristrún segir karlkynsvinnufélaga sem urðu vitni af atvikinu hafa hlegið og gert grín að þessu. Atvikið hafði gríðarleg áhrif á Kristrúnu sem segist á þessu augnabliki hafa áttað sig á því að hlutirnir væru ekki í lagi. „Ég lenti líka í áreitni þar sem var svolítið verið að orða mína velgengni í vinnu við kynferði og ég man eftir því hvað mér fannst ég svo mikill aumingi. Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann það upp fyrir mér hvað andlegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi getur haft ofboðslega mikil áhrif til lengri tíma.“ Kristrún segir þá umræðu sem hefur skapast á undanförnum árum vera mikilvæga, ekki síst fyrir virkni ungra kvenna í samfélaginu. „Að þær hafi sjálfstraust til þess að sækja fram. Ef þú lendir í ákveðnum hlutum, hvað þá ef þú ert ekki með mikið sjálfstraust fyrir, þá getur það bara orðið til þess að þú heldur þig til hlés framan af.“ Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni.
24/7 með Begga Ólafs Samfylkingin Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26