Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Heimir Már Pétursson og Atli Ísleifsson skrifa 29. september 2021 08:44 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Samkvæmt reglunum skal greiðslubyrði fasteignalána almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum neytenda en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Þá hefur nefndin einnig ákveðið að afnema lækkun sveiflujöfnunarauka bankanna og fer hann í tvö prósent eftir tólf mánuði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var klukkan 8:30 í morgun. Kynningarfundir um yfirlýsingu nefndarinnar fer fram í Seðlabankanum klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Í yfirlýsingunni segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Á móti hafi eignaverð, einkum hlutabréfa- og fasteignaverð, hækkað verulega. Staða stóru bankanna sterk Nefndin segir staða stóru bankanna þriggja vera sterka. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum lágmörkum og hafi bankarnir greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Viðnámsþróttur þeirra sé því mikill. „Ört hækkandi fasteignaverð hefur farið saman við aukna skuldsetningu heimila á síðustu mánuðum. Nefndin hefur því ákveðið, til að takmarka kerfisáhættu til lengri tíma, að setja reglur um hámark greiðslubyrðar í samræmi við 27. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skal almennt takmarkast við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Miða skal við ákveðið hámark á lánstíma fasteignalána við útreikning hlutfallsins. Lánveitendum er veitt undanþága frá reglunum fyrir allt að 5% heildarfjárhæðar nýrra fasteignalána sem veitt er í hverjum ársfjórðungi,“ segir í yfirlýsingunni. Hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki Ennfremur segir að dregið hafi úr óvissu um stöðu fjármálafyrirtækja og gæði útlána hafi batnað. „Þau búa því yfir nægum þrótti til lánveitinga til heimila og fyrirtækja. Nefndin telur ekki lengur þörf á því svigrúmi sem hún veitti fjármálafyrirtækjum eftir að farsóttin barst til landsins með lækkun sveiflujöfnunaraukans. Er það mat nefndarinnar að hratt hækkandi eignaverð samhliða aukinni skuldsetningu heimila, hafi nú þegar fært sveiflutengda kerfisáhættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu farsóttarinnar. Nefndin hefur því ákveðið í ljósi aukinnar uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% í 2%. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum í samræmi við þær reglur sem um sveiflujöfnunaraukann gilda. Sveiflujöfnunaraukinn sannaði gildi sitt í faraldrinum og hefur nefndin tekið til skoðunar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans eigi að vera til framtíðar.“ Óháð innlend smágreiðslulausn þarf að vera til staðar Fjármálastöðugleikanefnd hefur nú lokið árlegu endurmati á eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Er það niðurstaða nefndarinnar að halda aukanum óbreyttum, eða 2% á allar áhættuskuldbindingar á móðurfélags- og samstæðugrunni. „Endurmat á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar leiddi til staðfestingar á kerfislegu mikilvægi Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. Í ljósi nýliðinna netárása og rekstrartruflana í greiðslumiðlun brýnir nefndin fyrir rekstraraðilum að huga að öryggi kerfa sinna og tryggja rekstrarsamfellu. Að mati nefndarinnar þarf samhliða greiðslukortum að vera til staðar óháð innlend smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Því mun fylgja aukið rekstraröryggi og hagkvæmni. Seðlabankinn undirbýr innleiðingu slíkrar greiðslulausnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Samkvæmt reglunum skal greiðslubyrði fasteignalána almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum neytenda en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Þá hefur nefndin einnig ákveðið að afnema lækkun sveiflujöfnunarauka bankanna og fer hann í tvö prósent eftir tólf mánuði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var klukkan 8:30 í morgun. Kynningarfundir um yfirlýsingu nefndarinnar fer fram í Seðlabankanum klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Í yfirlýsingunni segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Á móti hafi eignaverð, einkum hlutabréfa- og fasteignaverð, hækkað verulega. Staða stóru bankanna sterk Nefndin segir staða stóru bankanna þriggja vera sterka. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum lágmörkum og hafi bankarnir greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Viðnámsþróttur þeirra sé því mikill. „Ört hækkandi fasteignaverð hefur farið saman við aukna skuldsetningu heimila á síðustu mánuðum. Nefndin hefur því ákveðið, til að takmarka kerfisáhættu til lengri tíma, að setja reglur um hámark greiðslubyrðar í samræmi við 27. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skal almennt takmarkast við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Miða skal við ákveðið hámark á lánstíma fasteignalána við útreikning hlutfallsins. Lánveitendum er veitt undanþága frá reglunum fyrir allt að 5% heildarfjárhæðar nýrra fasteignalána sem veitt er í hverjum ársfjórðungi,“ segir í yfirlýsingunni. Hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki Ennfremur segir að dregið hafi úr óvissu um stöðu fjármálafyrirtækja og gæði útlána hafi batnað. „Þau búa því yfir nægum þrótti til lánveitinga til heimila og fyrirtækja. Nefndin telur ekki lengur þörf á því svigrúmi sem hún veitti fjármálafyrirtækjum eftir að farsóttin barst til landsins með lækkun sveiflujöfnunaraukans. Er það mat nefndarinnar að hratt hækkandi eignaverð samhliða aukinni skuldsetningu heimila, hafi nú þegar fært sveiflutengda kerfisáhættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu farsóttarinnar. Nefndin hefur því ákveðið í ljósi aukinnar uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% í 2%. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum í samræmi við þær reglur sem um sveiflujöfnunaraukann gilda. Sveiflujöfnunaraukinn sannaði gildi sitt í faraldrinum og hefur nefndin tekið til skoðunar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans eigi að vera til framtíðar.“ Óháð innlend smágreiðslulausn þarf að vera til staðar Fjármálastöðugleikanefnd hefur nú lokið árlegu endurmati á eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Er það niðurstaða nefndarinnar að halda aukanum óbreyttum, eða 2% á allar áhættuskuldbindingar á móðurfélags- og samstæðugrunni. „Endurmat á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar leiddi til staðfestingar á kerfislegu mikilvægi Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. Í ljósi nýliðinna netárása og rekstrartruflana í greiðslumiðlun brýnir nefndin fyrir rekstraraðilum að huga að öryggi kerfa sinna og tryggja rekstrarsamfellu. Að mati nefndarinnar þarf samhliða greiðslukortum að vera til staðar óháð innlend smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Því mun fylgja aukið rekstraröryggi og hagkvæmni. Seðlabankinn undirbýr innleiðingu slíkrar greiðslulausnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í tilkynningunni.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11
Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32