Keppnin hefst klukkan 20 og er þá hægt að horfa á keppnina í spilaranum hér fyrir neðan. Tuttugu stúlkur taka þátt í keppninnj í ár og höfum við kynnt þær síðustu daga hér á Vísi.
Alþjóðleg dómnefnd velur í kvöld fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe keppninni í Ísrael. Dómnefndina skipa Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Framkvæmdastjóri keppninnar á Íslandi er Manúela Ósk Harðardóttir.
Kynnir keppninnar er líkt og áður, skemmtikrafturinn Eva Ruza. Bein útsending hefst eins og áður sagði klukkan 20:00 í kvöld.
Uppfært: Keppninni er lokið en upptöku frá henni má sjá að neðan.