Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 14:13 Karen María Sigurgeirsdóttir handsalar samning við Sigurð Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks. Facebook/@fotbolti Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi. Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira