Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 16:33 Alexandra Soree mun leika með Breiðabliki í Meistaradeildinni. Instagram/@zandysoree og Hulda Margrét Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur. Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira