Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 12:01 Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark Vals með prýði síðustu ár en enginn virðist geta sagt með vissu að hann verði áfram hjá félaginu næsta sumar. vísir/bára Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira