Golfið ríður á vaðið og byrjar daginn klukkan 12:00 á hádegi. Alfred Dunhill Links Championship er þá á dagskrá á Stöð 2 Golf, en það er hluti af Evrópumótaröðinni.
ShopRite LPGA Classic tekur svo við keflinu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00.
Klukkan 17:30 er Machines Arena meistaratitillinn á dagskrá á Stöð 2 eSport þar sem að keppt er í fyrsta íslenska leiknum sem hugsaður er frá grunni sem rafíþróttaleikur.
Klukkan 18:30 hefst upphitun fyrir úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Þróttur R. berjast um titilinn, en skipt verður niður á Laugardalsvöll klukkan 19:05.
Enska 1. deildin er á sínum stað í dag, en Stoke tekur á móti WBA á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:40.
Á Stöð 2 Sport 4 fer fram viðureign Hauka og Sindra í 1. deildinni í íslenska körfuboltnum klukkan 19:20, áður en Sanderson Farms Championship lokar deginum á Stöð 2 Golf frá klukkan 20:00.